Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 183
181
Flugur
gefi nokkuð góða mynd af orðafari, hljóðafari, beygingum og slíku
eins og það var þegar málhreinsunin komst á fullan skrið.
Svo dregnir séu saman kostir Ævisögunnar fyrir málsögurann-
sóknir er hér nokkuð langur einsleitur texti, varðveittur í frumriti,
sem sýnir hvernig íslenskt ritmál var rétt áður en áhrifa málhreins-
unar fór að gæta á málfar almennt og stíl sérstaklega.
Enn eitt atriði, en nú meira hagnýts eðlis, er að ævisagan hefur
þá stöðu innan bókmenntasögunnar, að gefa má hana út aftur og
aftur. Auðvitað er líka mikilvægt að rannsaka þær málheimildir
sem næst standa talmálinu til að komast að hinni sjálfsprottnu mál-
þróun. Slíkar heimildir eru helst bréf, gjarnan frá konum eða
a. m. k. tiltölulega ómenntuðu fólki. Þessir textar eru hins vegar
þannig, að ekki er hægt að búast við að þeir verði gefnir út oftar en
einu sinni, og útgáfur þeirra eru gjarnan ófullnægjandi. Það eru
frekar eldri textar sem gefnir hafa verið út á viðhlítandi hátt. Hér
má m. a. benda á talsvert umfangsmikið safn bréfa til Árna Magn-
ússonar í Arne Magnussons Private Brevveksling. Frá því seint á
18. öld og einkum þegar kemur fram á 19. öld hefur verið gefið út
mikið af bréfum, þ. á m. talsvert frá konum. Ingibjörg Jónsdóttir,
móðir Gríms Thomsens, hefur þannig skrifað bréfin í bókunum
Húsfreyjan á Bessastöðum og Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum,
og til eru söfnin Sendibréf frá íslenskum konum og Konur skrifa
bréf. Því miður eru þessar útgáfur ekki svo nákvæmar að mál-
fræðingar geti notað þær beint, einkum varðandi beygingarmyndir
og hljóðmyndir orða, heldur verður að gáta myndirnar í handrit-
inu. Mörgum detta sjálfsagt í hug hér þjóðsögurnar í safni Jóns
Árnasonar sem byrjað var að safna um miðja 19. öld. Þær hafa ærið
misjafnt mál eftir skrásetjurum, en sumir eru í ýmsum greinum
ósnortnir af málhreinsuninni. Texti eins og skrásetjarar gengu frá
honum (þó samræmdur) kemur fram í útgáfu Árna Böðvarssonar
og Bjarna Vilhjálmssonar, og þegar hefur verið byrjað að huga að
vissum hliðum málsins á þjóðsögunum (Árni Böðvarsson 1960).
Nær talmálinu en gegnum skrifaðan texta, þar sem alltaf verður
að gera ráð fyrir ritmálsáhrifum, verður komist gegnum beinar lýs-
ingar á málinu. Ómetanleg heimild frá því sjónarmiði eru vasabæk-
ur Björns M. Ólsens, sem hann skrifaði á ferðum sínum um landið
á síðustu áratugum 19. aldar (sjá Kjartan G. Ottósson 1983). Þessar
vasabækur voru notaðar við samningu Blöndalsorðabókar, en að