Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 193
Ritdómar
Tölvuorðasafn. íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 2. útgáfa, aukin og endurbætt.
Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman. Ritstjóri: Sigrún Helgadótt-
ir. íslensk málnefnd, Reykjavík, 1986. (Rit íslenskrar málnefndar 3.)
0.Inngangur
Nýlega er komið út þriðja ritið í ritröð Islenskrar málnefndar; er það Tölvuorða-
safn, sem Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands hefur tekið saman. Formaður orða-
nefndarinnar og ritstjóri verksins er Sigrún Helgadóttir. Þetta er mjög aukin og
endurbætt útgáfa þess Tölvuorðasafns sem fyrst kom út 1983; í þvf „voru rösklega
700 hugtök og þeim fylgdu tæplega 1000 íslensk heiti og rösklega 1000 ensk. í nýju
útgáfunni eru tæplega 2600 hugtök og fylgja þeim um 3100 íslensk heiti og nær 3400
ensk“ segir í formála. í blaðsíðum talið er nýja útgáfan þrefalt lengri en sú eldri, og
að auki með smærra letri og öðruvísi uppsett, þannig að mun meira fer á hverja síðu.
Bókin skiptist í tvennt. í fyrri hlutanum, rúmlega 150 síður, eru uppflettiorð og
skilgreiningar á íslensku, en enskar samsvaranir fylgja; seinni hlutinn, rúmar 40
síður, er ensk-íslensk orðaskrá. í eldri útgáfunni voru aðeins íslensk-ensk og ensk-
íslensk orðaskrá, en engar skilgreiningar.
Það er enginn vafi á því að þetta er tímabært rit. Á síðustu 4-5 árum hefur augljós-
lega orðið gjörbylting í þessum efnum á íslandi; í staðinn fyrir að aðeins voru til fá-
einar stórar tölvur á landinu eru smátölvur, bæði svonefndar heimilistölvur („leikja-
tölvur") og einkatölvur (PC) nú orðnar almenningseign, og hafa selst svo tugþúsund-
um skiptir. Þarna er því skyndilega komið splunkunýtt svið orðaforðans sem flestir
verða að kunna einhver skil á; í stað þess að fáeinir sérfræðingar fáist við tölvur og
tali um þær gerir það nú allur almenningur.
Þörf á tölvuorðasafni er því örugglega mjög brýn. Það má halda því fram, þótt
margir séu vissulega á öðru máli, að það skipti tiltölulega litlu þótt fáeinir fræðimenn
eða fagmenn í einhverri grein noti útlend fræði- og tækniorð sín á milli; en augljós-
lega gegnir allt öðru máli þegar þessi sama grein. og orðaforði hennar, verður al-
menningseign.
Hér er ekki ætlunin að fara vandlega í saumana á öllum orðum og skilgreiningum
í bókinni, heldur velta aðeins vöngum yfir hinni almennu stefnu sem þar kemur
fram; einkum í skýringaraðferðum, hugtaka- og orðavali og orðasmíð.
1. Hverjum hentar bókin?
Áður en hægt er að leggja mat á rit sem þetta þarf að liggja fyrir hverjum það sé
ætlað. 1 formála ritstjóra segir: „Orðanefndarmenn hafa reynt að hafa að leiðarljósi
að bókin kæmi sem flestum að notum, bæði sérfræðingum og öðrum sem fjalla um