Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 201
Ritdómar
199
stakk. Sögnin hástafa er talin hafa tvenns konar merkingu: I ‘rita eða prenta með
hástöfum' og 2 ‘rita eða prenta með hástöfum eða rita fyrsta staf í orði með upphafs-
staf. Hér er augljóslega um tvítekningu að ræða; af hverju má ekki segja: 1 ‘rita eða
prenta með hástöfum’ og 2 ‘rita fyrsta staf í orði með upphafsstaf’? Skýringin liggur
í því að í fyrra tilvikinu er enska samsvörunin ‘uppercase’, en í því síðara ‘capitalize’,
sem getur haft báðar merkingarnar. En það er út í hött að láta þá tvíræðni fara svona
með skilgreiningu íslenska orðsins.
Ymsar athugasemdir má gera við myndun afleiddra og samsettra orða í bókinni.
Þannig koma orð eins og eðun og ogun, svo að ekki sé talað um néeðun og néogun,
manni spánskt fyrir sjónir; ekki síst vegna þess að oft er því haldið fram að viðskeytið
-un megi aðeins nota á sagnir sem beygjast eins og kalla, enda á -aði í þátíð (sjá t. d.
Árna Böðvarsson 1987). Þá hefur Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins greinilega dálæti
á viðskeytunum -ald (mótald, pakkald, gagnaferjald) og -ildi (tengildi, stýrildi).
Komið hafa fram efasemdir um að tenging íslenskra viðskeyta við erlenda stofna eigi
rétt á sér (sjá Jón Hilmar Jónsson 1987); ég held að erfitt sé að alhæfa þar um, en
fellst á að sú hætta sé á þessari aðferð að málnotendur lesi fölsk tengsl úr orðunum.
Ymsar samsetningar finnst mér líka hæpnar; uppör, niðurör, kerfisönnusta, lítil-
tölva, upplýsingafel (‘information hiding’). En sjálfsagt venst þetta, og ég hef engar
skárri tillögur.
Nokkuð er um orð sem hafa gildishlaðna merkingu og eru af þeim ástæðum ekki
heppileg sem íðorð. Þar má nefna ýmis orð um prentara, s. s. hjakkprentari (um
'mulitpass printer’) og sómaprentun (um ‘near letter quality printing’). Önnur eru
óheppileg vegna þeirra neikvæðu hugrenningatengsla sem þau vekja, t. d. sjálfbirg-
inn fyrir ‘self-contained’; þótt orðið sé til í merkingunni ‘sjálfbjarga’ held ég að flestir
tengi það við sjálfbirgingslegur, sem er ótvírætt neikvætt. Sama máli gegnir um lepp-
ur fyrir ‘parameter’ og undirmál fyrir ‘data sublanguage’.
Hins vegar eru líka mörg dæmi um vel heppnaða orðmyndun að finna í bókinni,
finnst mér. Ég kann t. d. ágætlega við dálkmið fyrir ‘alignment character’, orðahlaup
fyrir ‘word wrap’ og skruna fyrir ‘scroll’ (þótt ég felli mig ekki við ruh). Það er líka
alkunna að ný orð hljóma oftast nær framandi og jafnvel fáránlega í fyrstu, og eru
óþjál í munni; en eftir nokkra notkun er einsog þau hafi fylgt manni alla tíð. Égefast
ekkert um að þannig geti orðið með mörg orðanna í Tölvuorðasafni, en auðvitað
ekki öll, frekar en í öðrum nýyrðasöfnum.
4. Lokaorð
Eins og fram hefur komið felst aðalgagnrýni mín á Tölvuorðasafnið í því að það
sinni ekki þörfum almennings. Ég tel brýnt að út verði gefið rit sem taki fyrir ýmis
orð úr tölvumáli og skýri þau á einfaldan hátt — orðasafn Tölvufræðslunnar er alls
ekki nógu vandað til að geta gegnt því hlutverki, þótt ýmislegt megi gott um það
segja.
Þá vantar sitthvað í Tölvuorðasafnið sem mér finnst að mætti vera með; bæði ýmis
algeng hugtök og einnig íslensk orð sem eru eða hafa verið í notkun. Einnig er það
stór galli hversu óskipulega virðist staðið að orðmyndun í safninu.
Því má þó ekki gleyma að Tölvuorðasafn er brautryðjendaverk. Það er enginn
leikur að semja orðasafn fyrir grein sem þessa, þar sem breytingar eru svo örar sem