Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 203
Ritdómar
201
Janez Oresnik: Studies in the Phonology and Morphology of Modern Ice-
landic. A Selection of Essays. Edited by Magnús Pétursson. Helmut Buske
Verlag, Hamburg, 1985. 227 bls.
1.
Janez Oresnik hefur nú um nær tveggja áratuga skeið verið iðinn við rannsóknir á
íslensku máli, bæði að fornu og nýju. í þessu riti hefur Magnús Pétursson tekist á
hendur að safna saman nokkrum greina hans á eina bók, Hugmyndin er snjöll enda
segir Magnús í formála (bls. 8) að hér sé á ferðinni óvenjuleg bók um óvenjulegt
efni. Mér er ekki ljóst af hverju efnið er svo óvenjulegt — og bækur af svipuðu tagi
eru svo sem ekkert nýmæli. Hins vegar er ýmislegt annað óvenjulegt við þessa bók.
Þar má nefna oft og tíðum óvenjulegt viðhorf höfundar til efnisins og óvenjulega
ritstýringu verksins. Ég mun hér á eftir fjalla um þátt ritstjóra og þátt höfundar
hvorn í sínu lagi.
2.
í bókinni eru 12 greinar, allar ritaðar á ensku. Þær birtust fyrst á árunum 1971-
1981 í tímaritum og ráðstefnuritum og þekja rúmlega 200 bls. Titill bókarinnar er
nokkuð misvísandi því varla er hægt að segja að nokkur greinanna fjalli um eiginlega
beygingarfræði (morphology). Auk þess er í flestum greinanna vikið að eldra máli
en hægt er að telja „Modern Icelandic". Páttur ritstjóra felst í því að semja efnisyfir-
lit, formála, ritaskrá Oresniks (til október-mánaðar 1983), lista yfir handrit sem höf-
undur hefur á ferli sínum vísað til og atriðaorðaskrá, auk þess sem hann hefur auð-
vitað valið greinarnar. Pá er sá einn þáttur ótalinn sem nánar verður komið að síðar
en það er blaðsíðumerking. Allt þetta virðist samviskusamlega unnið, þótt finna
megi prentvillu (t. d. er maður nefndur Hordhaugen í efnisyfirliti en mun eiga að
vera Hovdhaugen [bls. 5], og ekki er víst að allir séu jafnhrifnir af því að skipta
Magnússonar svo á milli lína: Magnússo-nar [bls. 217]). Þetta eru þó sem betur fer
smámunir einir.
Tæpast er hægt að komast hjá því í greinasafni af þessu tagi að efni sé endurtekið.
En auðvitað er æskilegast að það verði sem allra minnst. Ritstjóri hefði gjarna mátt
athuga val greina nokkru betur. Mér virðist t. d. sem The Age and Importance ofthe
Modern Icelandic Word Type klifr sé ofaukið vegna þess að kjarni greinarinnar er
tekinn upp í annarri grein, The Modern Icelandic Epenthesis Rule Revisited (bls. 156
o. áfr.). Þá er enn fremur torskilið af hverju ekkert er haft með af því sem Oresnik
hefur skrifað um framgómun , jafn vinsælt sem það efni hefur verið á undanförnum
árum. EinnigmánefnaaðblásturenumhannhefurOresnikritaða. m. k.einagrein
sem nefnd er í ritaskrá.
Æskilegt er að formáli að bók sem þessari sé ítarlegur. Hann þarf að fjalla um
þróun höfundar á því tímabili sem verkin spanna, auk þess sem gott er að gerð sé
grein fyrir helstu stefnum og sviptingum sem uppi hafa verið á tímabilinu. Hvorugu
er til að dreifa í formála Magnúsar sem er reyndar ekki nema rúm blaðsíða. Þar er
fyrst vikið að norrænu („Old Norse") og hve hún er mikilvæg fyrir rannsóknir á