Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 206
204
Ritdómar
The Modern Icelandic Epenthesis Rule Revisited (Arkiv för nordisk filologi
93,1978a)
The Age and Importance of the Modern Icelandic Word Type klifr(The Nordic
Languages and Modern Linguistics 3, 1978b)
Modern Icelandic u-Umlaut from the Descriptive Point of View (Gripla II,
1977)
Höfundi eru vissulega fullljós tengslin á milli «-innskots og «-hljóðvarps. í grein-
inni frá 1972 færir hann allsterk rök fyrir n-innskoti og telur bæði það og n-hljóðvarp
virk hljóðferli. í grein sinni frá 1978a er hann hins vegar genginn af trúnni eins og
Eiríkur Rögnvaldsson (1981:37) orðar það. Nú telur hann n-innskot óvirkt og u-
hljóðvarp sem lifandi reglu vafasama. Sama sjónarmið kemur fram í greininni
1978b. Dæmi á borð við klifr mæla gegn n-innskoti, svo og framburðurinn [s|ou:yr]
(skógur, hér „ætti“ ekki að vera -ur, því á undan endingu fer sérhljóð). Undir þetta
sjónarmið Oresniks tekur Helgi Skúli Kjartansson (1984) og bendir á að ekki sé á
þurru þegar -ur kemur fram hvort hljóðreglu hafi verið beitt eða skipt hafi verið um
endingu (bls. 182). Mér er reyndar ekki alveg ljóst hvað Helgi á við með skipt um
endingu. Þótt til séu dæmi á borð viðflögr og puðr er væntanlega öllum ljóst að orð
af þessu tagi eru á einhvern hátt torkennileg; hljóðskipun samþykkir þessa klasa
(með semingi) e. t. v. vegna þess að þeir eru til á milli sérhljóða (flögra, puðra)\ hins
vegar fer klasinn plkr heldur illa í munni (hvort sem skipt er utn endingu eða ekki)
einfaldlega vegna þess að þessi klasi er ekki til á milli sérhljóða.
Víst má telja að ekki hefur síðasta orð verið sagt um w-hljóðvarp og «-innskot. Þar
má t. d. nefna að kenningar í hljóðkerfisfræði sem taka mið af atkvæði (sjá t. d.
Clements & Keyser 1983) hafa lítið sem ekkert verið bornar að þessum fyrirbærum
(sjá þó Kristján Árnason 1978; sbr. líka Kiparsky 1984).
3.3 Boðháttur
On the Modern Icelandic Clipped Imperative (The Nordic Languages and
Modern Linguistics [4], 1980)
On the Dental Accretion in Certain 2nd p. sg. Verbal Forms of Icelandic, Fa-
roese, and the Old West Germanic Languages (íslenskt mál 2, 1980)
On Some Icelandic Irregular Imperative Singular Forms (Afmœliskveðja til
Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1981, 1981)
Þrjár síðustu greinarnar í bókinni fjalla um boðhátt, aðallega í íslensku, en einnig
í færeysku og fornum vesturgermönskum málum. Höfundur telur að til séu þrenns
konar boðhættir í íslensku (í et.): langur (komdu/kondu), stuttur (kom) og stýfður
(kond). Þetta fyrirbæri er einkar athyglisvert og hefur lítt verið sinnt fram að þessu.
Stýfði boðhátturinn fær mest rými hjá Oresnik enda er þar um að ræða tannhljóðs-
viðbót við stofninn (koma+d). Ég fæ ekki betur séð en höfundur geri góða grein
fyrir hvernig þetta er til komið (þ. e. vegna þess að grunnmyndin var „endurtúlk-
uð“, t. d. í koma (með boðhættina kom (þú) og komdu) varð grunnmyndin komd).
Hins vegar er ekki gott að segja hversu algengt þetta er eða hve margir nota slíkar
boðháttarmyndir. Ýmsar þessara mynda koma nokkuð spánskt fyrir sjónir, s. s.