Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 209
GUÐVARÐUR MÁR GUNNLAUGSSON
/
Islenskar mállýskurannsóknir
Yfirlit og ritaskrá
1.Inngangur
Lengi vel vildu íslendingar ekki kannast við að það væru til mállýskur á íslandi (sjá
t. d. Marius Hægstad 1910:41) svo þess var varla að vænta að einhverjar rannsóknir
væru gerðar (sjá þó Jón Aðalstein Jónsson 1964:69), en Marius Hægstad virðist
skrifa grein sína árið 1910 til að sýna fram á að það væru til mállýskur á íslandi: „Her
skal me berre nemna nokre faa ting, som likevel vil vera nok til aa syna at det ogso
er maalfóre paa Island." (1910:41). Samt sem áður urðu ýmsir til að minnast á ís-
lenskar mállýskur í ritum um íslenska málfræði, þó þeir kölluðu ekki allir þann mun,
sem þeir tilgreindu, mállýskur.
Fram til 1907 virðist ekki hafa verið gerð nein mállýskukönnun á íslandi (a. m. k.
sem unnið hefur verið úr), en þá ferðaðist Norðmaðurinn Marius Hægstad um landið
(sjá Marius Hægstad 1942:1). Fram að því virðast menn hafa talað um þann mun,
sem þeir heyrðu sjálfir og tóku eftir af kynnum sínum við fólk eða höfðu spurnir af.
A. m. k. kemur það ekki fram í ritum þeirra hvaðan þeir hafa upplýsingar um mun
í framburði fólks. Marius Hægstad (1942:1-2) segist hins vegar hafa farið töluvert
um landið og spjallað við fólk og spurt um málfar fólks í þeim héruðum sem hann
kom ekki til. í grein Mariusar, Er der bygdemaalpaa Island? (1910), birtust nokkrir
punktar um mállýskur á íslandi og 1917 birtist greinin Um framburð eftir Jakob Jóh.
Smára, en fyrsta almenna yfirlitið yfir íslenskar mállýskur birtist í íslensk-danskri
orðabók 1920-1924 (Sigfús Blöndal ritstj.) og er eftir Jón Ófeigsson (Jón Ófeigsson
1920-24). Þeir sem minntust á mállýskur í ritum sínum fram að útkomu orðabókar-
innar virðast ekki hafa gert neinar athuganir eða rannsóknir, nema Hægstad. Ekki
er þó hægt að sjá að það hafi verið gerð nein sérstök mállýskukönnun vegna orða-
bókarinnar. Eitthvað hefur þó Jón Ófeigsson ferðast um landið (sjá Stefán Einars-
son 1928-29:268). Eftir útkomu orðabókarinnar vitna menn mikið í hana þegar þeir
fjalla um mállýskur, en í raun og veru er ekki skrifað mikið um mállýskursérstaklega
á þriðja áratugnum. Undantekningar eru Marius Kristensen (1924) og Stefán Ein-
arsson (1928-29).
Stefán Einarsson gerir svo að því er virðist fyrstu mállýskurannsókn á íslandi árið
1930 á Austurlandi (Stefán Einarsson 1932a og b). Ekki er samt hægt að segja að hún
hafi verið viðamikil miðað við þá næstu, sem er rannsókn Björns Guðfinnssonar.
Björn Guðfinnsson rannsakaði tólfta hvern íslending í rannsókn sem náði til alls
landsins á árunum 1941-46 (sjá Björn Guðfinnsson 1946:97-98). Rannsókn Björns
takmarkaðist, eins og rannsókn Stefáns að mestu, við mun í framburði fólks eftir
héruðum en fyrri málfræðingar höfðugjarnan haft mun í orðafariog jafnvel beyging-