Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 210

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 210
208 Guðvarður Már Gunnlaugsson um með í umfjöllun sinni (sjá t. d. Marius Hægstad 1910:42 og 1942:35 og Marius Kristensen 1924:302) þó framburðarmállýskur hafi ávallt átt mest rúm í umfjöllun um íslenskar mállýskur. Björn Guðfinnsson rannsakaði tólfta hvern íslending í rannsókn sem náði til alls landsins á árunum 1941-46 (sjá Björn Guðfinnsson 1946:97-98). Rannsókn Björns takmarkaðist, eins og rannsókn Stefáns að mestu, við mun í framburði fólks eftir héruðum en fyrri málfræðingar höfðu gjarnan haft mun í orðafari og jafnvel beyging- um með í umfjöllun sinni (sjá t. d. Marius Hægstad 1910:42 og 1942:35 og Marius Kristensen 1924:302) þó framburðarmállýskur hafi ávallt átt mest rúm í umfjöllun um íslenskar mállýskur. Eftir rannsókn Björns virðist ekki mikið hafa verið gert að því að rannsaka ís- lenskar mállýskur því engin heildarrannsókn hefur farið fram nema hvað nú stendur yfir mjög viðamikil rannsókn á vegum Höskuldar Þráinssonar og Kristjáns Árnason- ar, Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN), sem hófst 1980. Þrátt fyrir að engin stærri rannsókn hafi verið gerð á árunum 1946-80 þá hafa samt nokkrar minni háttar athuganir verið gerðar, en þær fjalla margar um orð, merkingu þeirra og útbreiðslu og heiti á ýmsum hlutum og dýrum. Sem dæmi má nefna Jón Aðalstein Jónsson (1953), Helga Guðmundsson (1969) og B. A.-ritgerðir stúdenta t. d. Kristínar Ind- riðadóttur (1972), Sæmunds Rögnvaldssonar (1972), Guðna Kolbeinssonar (1973), Sverris Páls Erlendssonar (1973), Sigurðar Jónssonar (1976) og Stefaníu Ólafsdóttur (1977) og ekki má gleyma Orðabók Háskólans og öðrum orðabókum sem hafa safn- að orðum og þá um leið mállýskuorðum. Skyldar þessu eru svo athuganir Sverris Tómassonar (1964) og Lúðvíks Geirssonar (1984) á forsetningum með þéttbýlisheit- um. Ekki voru þó allar kannanir í þessum dúr t. d. kannaði Sigríður Anna Pórðar- dóttir bð-, gð-framburð (1977) og 1977-78 fóru Ingólfur Pálmason og Þuríður Krist- jánsdóttir um hluta Austur-Skaftafellssýslu til að rannsaka framburð fólks þar (sjá Ingólf Pálmason 1983:29-31). í tengslum við RÍN hafa svo verið gerðar smærri kann- anir t. d. Höskuldur Þráinsson (1980), Guðvarður Már Gunnlaugsson (1983) ogÞór- unn Blöndal (1984) en þær fjalla allar m. a. um samanburð RÍN og rannsókna Björns Guðfinnssonar. Þetta yfirlit er þannig unnið að farið hefur verið í ógrynni bóka og greina frá tíma- bilinu 1836 til 1946 um málfræði nútímamáls og fornmáls og stafsetningu og athugað hvað menn hafa sagt um mállýskur eða mismun í framburði landsmanna. Að vísu er lítið sem ekkert notað í yfirlitið úr bókum frá tímabilinu 1910-46 ef frá eru talin verk Mariusar Hægstads og Stefáns Einarssonar. Ekki þótti ástæða til að lengja yfirlitið með því þar sem það hefði að mestu leyti verið tilgangslítil upptalning. Þess ber þó að geta að eflaust hafa einhverjar bækur og greinar farið fram hjá mér sem hefðu átt jafn mikið erindi í yfirlitið og þær sem þar er minnst á. Þar sem engin heildarrannsókn hefur farið fram á mállýskumun í orðafari eða beygingum mun ég halda mig að mestu leyti við framburðarmállýskur í þessu yfirliti. í öðrum kafla verður fjallað um mállýskurannsóknir fyrir 1941 og hvað málfræðingar hafa haft um mállýskur að segja fram að rannsóknum Björns Guðfinnssonar. í þriðja kafla verður fjallað um rannsóknir Björns Guðfinnssonar vítt og breitt. í fjórða kafla verður fjallað um gagnrýni á rannsóknir Björns og rannsóknir 1946-1980 eða þar til Höskuldur og Kristján hófu RÍN og einhver lokaorð fylgja síðan í fimmta kafla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.