Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 210
208
Guðvarður Már Gunnlaugsson
um með í umfjöllun sinni (sjá t. d. Marius Hægstad 1910:42 og 1942:35 og Marius
Kristensen 1924:302) þó framburðarmállýskur hafi ávallt átt mest rúm í umfjöllun
um íslenskar mállýskur.
Björn Guðfinnsson rannsakaði tólfta hvern íslending í rannsókn sem náði til alls
landsins á árunum 1941-46 (sjá Björn Guðfinnsson 1946:97-98). Rannsókn Björns
takmarkaðist, eins og rannsókn Stefáns að mestu, við mun í framburði fólks eftir
héruðum en fyrri málfræðingar höfðu gjarnan haft mun í orðafari og jafnvel beyging-
um með í umfjöllun sinni (sjá t. d. Marius Hægstad 1910:42 og 1942:35 og Marius
Kristensen 1924:302) þó framburðarmállýskur hafi ávallt átt mest rúm í umfjöllun
um íslenskar mállýskur.
Eftir rannsókn Björns virðist ekki mikið hafa verið gert að því að rannsaka ís-
lenskar mállýskur því engin heildarrannsókn hefur farið fram nema hvað nú stendur
yfir mjög viðamikil rannsókn á vegum Höskuldar Þráinssonar og Kristjáns Árnason-
ar, Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN), sem hófst 1980. Þrátt fyrir að engin
stærri rannsókn hafi verið gerð á árunum 1946-80 þá hafa samt nokkrar minni háttar
athuganir verið gerðar, en þær fjalla margar um orð, merkingu þeirra og útbreiðslu
og heiti á ýmsum hlutum og dýrum. Sem dæmi má nefna Jón Aðalstein Jónsson
(1953), Helga Guðmundsson (1969) og B. A.-ritgerðir stúdenta t. d. Kristínar Ind-
riðadóttur (1972), Sæmunds Rögnvaldssonar (1972), Guðna Kolbeinssonar (1973),
Sverris Páls Erlendssonar (1973), Sigurðar Jónssonar (1976) og Stefaníu Ólafsdóttur
(1977) og ekki má gleyma Orðabók Háskólans og öðrum orðabókum sem hafa safn-
að orðum og þá um leið mállýskuorðum. Skyldar þessu eru svo athuganir Sverris
Tómassonar (1964) og Lúðvíks Geirssonar (1984) á forsetningum með þéttbýlisheit-
um. Ekki voru þó allar kannanir í þessum dúr t. d. kannaði Sigríður Anna Pórðar-
dóttir bð-, gð-framburð (1977) og 1977-78 fóru Ingólfur Pálmason og Þuríður Krist-
jánsdóttir um hluta Austur-Skaftafellssýslu til að rannsaka framburð fólks þar (sjá
Ingólf Pálmason 1983:29-31). í tengslum við RÍN hafa svo verið gerðar smærri kann-
anir t. d. Höskuldur Þráinsson (1980), Guðvarður Már Gunnlaugsson (1983) ogÞór-
unn Blöndal (1984) en þær fjalla allar m. a. um samanburð RÍN og rannsókna
Björns Guðfinnssonar.
Þetta yfirlit er þannig unnið að farið hefur verið í ógrynni bóka og greina frá tíma-
bilinu 1836 til 1946 um málfræði nútímamáls og fornmáls og stafsetningu og athugað
hvað menn hafa sagt um mállýskur eða mismun í framburði landsmanna. Að vísu er
lítið sem ekkert notað í yfirlitið úr bókum frá tímabilinu 1910-46 ef frá eru talin verk
Mariusar Hægstads og Stefáns Einarssonar. Ekki þótti ástæða til að lengja yfirlitið
með því þar sem það hefði að mestu leyti verið tilgangslítil upptalning. Þess ber þó
að geta að eflaust hafa einhverjar bækur og greinar farið fram hjá mér sem hefðu átt
jafn mikið erindi í yfirlitið og þær sem þar er minnst á.
Þar sem engin heildarrannsókn hefur farið fram á mállýskumun í orðafari eða
beygingum mun ég halda mig að mestu leyti við framburðarmállýskur í þessu yfirliti.
í öðrum kafla verður fjallað um mállýskurannsóknir fyrir 1941 og hvað málfræðingar
hafa haft um mállýskur að segja fram að rannsóknum Björns Guðfinnssonar. í þriðja
kafla verður fjallað um rannsóknir Björns Guðfinnssonar vítt og breitt. í fjórða kafla
verður fjallað um gagnrýni á rannsóknir Björns og rannsóknir 1946-1980 eða þar til
Höskuldur og Kristján hófu RÍN og einhver lokaorð fylgja síðan í fimmta kafla.