Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 211
íslenskar mállýskurannsóknir
209
2. Skoðanir málfræðinga og rannsóknir fyrir 1941
2.1 Skoðanir málfrœðinga fyrir 1910
Eins og kom fram í inngangi virðist ekki hafa verið gerð nein könnun á íslenskum
mállýskum fram til 1907. Undantekninger þó Björn Magnússon Ólsen semferðaðist
um landið á síðustu öld í því skyni að kanna íslenskar mállýskur (sjá Jón Aðalstein
Jónsson 1964:69) en það virðist ekki hafa verið unnið úr gögnum hans. Þar fyrir utan
hef ég ekki fundið neitt um mállýskukannanir á íslandi fyrir aldamót. Engu að síður
höfðu málfræðingar og aðrir sitthvað um mállýskur að segja á þessurn tíma og margir
tala um framburð landsmanna í bókum sínum, t. d. hefur Valdimar Ásmundarson
eftirfarandi að segja um framburð landa sinna:
En með því að framburður manna er mjög ýmislegur, er opt eigi einhlítt að
fylgja honum í rithætti, og verður þá að faraeptir uppruna orðanna. Engar regl-
ur verða hjer gefnar um framburð yfir höfuð; hann á einungis að vera eðlilegur
og málinu samboðinn. Talverður munur er á framburði manna í ýmsum hjeruð-
um landsins. Þannig hefir í mörgum hjeruðum hv breyzt í kv í framburði, á
sama hátt sem í Noregi. Sá framburður verður eigi talinn samkvæmur fornum
uppruna; ættu menn því einkum að varast að ríma saman h(v) og k(v) sem
hljóðstafi í kveðskap, enda hafa menn almennt forðazt það. Vestfirðingar hafa
enn hinn forna framburð grannra hljóðstafa á undan ng og nk, og verður eigi að
því fundið; sumir hafa þar «-hljóð, en sá framburður er eigi rjettur. (1878:42).
Ekki voru málfræðingarnir alltaf að tala um mállýskur heldur almennt um málfar
Iandans og þá kemur ýmislegt fram um íslenskan framburð og ekki eru þeir alltaf
sammála. T. d. er ekki hægt að skilja orð Konráðs Gíslasonar (1836:21-22) öðru vísi
en svo að hann álíti að allir landsmenn (nema Vestfirðingar sem segja vd) beri fram
[bð] (og þá trúlega líka [gð]) en ekki [vð] (og [yð]), en á hinn bóginn heldur Halldór
Kr. Friðriksson því fram að [bð]-framburður sé til einhvers staðar fyrir vestan
(1859:218). Einnigeru þeir ekki alltafsjálfum sérsamkvæmir sbr. orð Finns Jónsson-
ar um [bð]-, [gð]-framburð. Fyrst virðist hann telja að [bð]-, [gð]-framburður sé ein-
ráður hérlendis (1905:6), svo að [vð]-, [yð]-framburður sé ríkjandi (1908:16-17) og
loks að fð sé oft borið fram [bð] (1909:31). Til að orðlengja það ekki frekar hef ég
búið til töflu sem á að sýna hvað málfræðingar 19. aldar höfðu um helstu framburð-
armállýskur landsmanna að segja. Á töflunni er getið 19 ritverka eftir 15 höfunda á
tímabilinu 1836-1910. Höfundareru eftirtaldir:
KG = Konráð Gjíslason [Konráð Gíslason, Konrad Gislason] (1836,1846 og 1858)
(það kemur að vísu hvergi fram í Fjölni (1836) að Konráð hafi skrifað greinina
um stafsetningu sem hér er vitnað í).
HKF = Halldór Kr. Friðriksson (1859).
HS = Henry Sweet (1877)
VÁ = Valdimar Ásmundarson (1878).
WHC = William H. Carpenter (1881).
BMÓ = Björn Magnússon Ólsen (1882).
RA = Rolf Arpi (1886).