Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 212
210
Guðvarður Már Gunnlaugsson
BJ = Br[ynjólfur] Jfónsson] (1885)
LFAW = Ludv. F. A. Wimmer (1885).
BG = Benedikt Gröndal (1885) (það kemur ekki fram í bókinni að Benedikt sé höf-
undur hennar en hann er skráður útgefandi).
PP = Paul Passy (1886 sjá Jón Aðalstein Jónsson 1951).
HB = Halldór Briem (1891).
FJ = Finnur Jónsson (1905, 1908 og 1909).
JJ = Jónas Jónasson (1909).
MH = Marius Hægstad (1910).
Skýringar á táknun:
+ = viðkomandi málfræðingur talar um umrætt afbrigði eins og það sé framburður
allra landsmanna.
x = viðkomandi málfræðingur talar um umrætt afbrigði sem mállýsku.
+ = viðkomandi málfræðingur talar um umrætt afbrigði eins og það sé ekki til.
( ) utan um tákn merkir að viðkomandi málfræðingur tali ckki um umrætt afbrigði
beinlínis en samt svo að hægt sé að lesa eitthvað út úr orðum hans.
Eins og taflan ber með sér er Konráð fyrstur til að minnast á ýmis atriði eins og kv-
framburð (1858:29), einhljóð á undan ngognk (1846:8), [vd]-, [yd]-, [rd]-framburð
(1836:22 nmgr.), framburð eins og spurja, ukkur o. s. frv. (1846:42) og mismun í
framburði á sambandinu fð (1858: 31). William H. Carpenter verður fyrstur til að
benda á framburð eins gjöra og gröri og greri (1881 :X11). Björn Magnússon Ólsen
minnist fyrstur á framburðinn kjöt (1882:268) og að ekki segi allir hvur fyrir hvor
(1882:284). Rolf Arpi virðist hafa verið fyrstur til að veita einhljóðun tvíhljóða at-
hygli (1886:44-45). Benedikt Gröndal talar fyrstur manna um mismuninn harðmæli
- linmæli og flámæli (i >e) (1885:13). Jónas Jónasson virðist vera sá fyrsti sem nefnir
að ekki séu allir sem segi hvur fyrir hver (1909:68). Og Marius Hægstad (1910:42) er
sá fyrsti sem talar um að flámæli á u og að sambandið gð geti verið borið fram mis-
munandi ([gð]|og [yð]. Brynjólfur Jónsson talar um [hw]-framburð (1885:248-249)
og ekki er hægt að skilja orð Hcnrys Sweets (1877) öðruvísi en að bð og vd séu einu
mállýskuafbrigðin fyrir/ð-sambandið.
Auk þeirra atriða sem getið er á töflunni minnast menn stundum á önnur atriði.
Þannig talar Halldór Kr. Friðriksson (1859:161) um „bögumælið" að segja seta og
sita fyrir setja og sitja og sé það mállýska sums staðar. Valdimar Ásmundarson minn-
ist á að sumir Vestfirðingarsegi œ [ai] fyrir a (eða á [au]) á undan ng og nk (1878:42).
William H. Carpenter talar um lb-, rö-framburð við Breiðafjörð (1881:X11). Rolf
Arpi segir að hn sé borið fram kn á Norðurlandi (1886:47). K. Maurer (1888) veltir
t.d. fyrir sér framburðinum vokn fyrir vopn.
2.2 Könnun Mariusar Hœgstads 1907
Norðmaðurinn Marius Hægstad ferðaðist um Færeyjar og (sland sumarið 1907.
Formaalet med ferdi var aa faa betre greida paa ljodverki i dei norske maali paa
de desse óyarne, og- for Islands vedkomande - særlig aa rókja etter korleis det
livande maalet der samhóver med gamle og nye heimenorske maalfóre, og um