Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 215
íslenskar mállýskurannsóknir
213
Einarsson (1928-29:264) semferað mestu eftir Jóni Ófeigssyni (1920-24) ogsvo eftir
því sem hann hefur sjálfur heyrt (t. d. 1928-29:277).
2.4 Rannsókn Stefáns Einarssonar 1930
Stefán Einarsson ferðaðist í tvo mánuði um Austfirði og Fljótsdalshérað sumarið
1930 (1932a:33) og rannsakaði útbreiðslu ýmissa framburðaratriða. Hann virðist
hafa farið í þessa rannsóknarför fyrst og fremst til þess að finna mörk raddaðs og
óraddaðsframburðar(1932a:35-6)ogfór„ . . . um allt Fljótsdalshérað austan fljóts
og Fljótsdal og Fell fyrir handan." (1932a:36). Einnig fór hann um Loðmundarfjörð
og Borgarfjörð (1932a:36), heimsótti Eskifjörðog Reyðarfjörð (1932a:41) og athug-
aði þar fyrir utan nokkra menn af öðrum fjörðum (1932a:42). Þau atriði sem Stefán
kannaði fyrir utan röddun — óröddun voru harðmæli — linmæli (1932a:34), einhljóð
— tvíhljóð á undan gi (1932a:44), rl-, rn-framburður — (r)dl-, (rjdn-framburður
(1932a:44), flámæli — „réttmæli" (1932a:48), /tv-framburður — ^v-framburður
(1932a:50) og bð-, gð-framburður - vð-, yð-framburður (1932a:51), aðaláherslan lá
þó á rannsókn röddunar — óröddunar, en auk þess kannaði hann áttatáknanir
(1932a:45). Út frá þessu fann hann svo mállýskumörk og útbreiðslu þessara afbrigða
á Austurlandi og eyðir töluverðu máli í að reyna að skýra þessi mörk með sögulegum
og þjóðfélagslegum rökum eða út frá gömlu kaupsviðunum (1932a:47-54).
Stefán segir (1932b:539) að fáir viðmælenda sinna hafi verið undir tvítugu ogflest-
ir á miðjum aldri. Það kemur fram að allir þeir (alls 23) sem Stefán kannaði í Borg-
arfirði voru á aldrinum 18 til 70 ára (1932a:40) og sumir þeirra sem hann kannaði á
fjörðunum sunnan Loðmundarfjarðar voru fullorðnir menn (1932a:42). Annars
kemur það ekki skýrt fram á hvaða aldri fólkið er sem hann rannsakaði en hann segir
þó frá því að það sé erfitt að ná tali af öðrum en bónda (1932b:539). Einnig kemur
fram að könnunin fór þannig fram að Stefán spjallaði við fólk (1932b:538) (samtal§-
aðferð). Hann kannaði 73 varðandi harðmæli — linmæli á Héraði (1932b:544), yfir
200 vegna röddunar — óröddunar (1932a:36, 39-43) þar af 132 á Héraði (1932a: 36)
og 111 á Héraði vegna flámælis en ekki kemur skýrt fram hve marga hann rannsakaði
vegna annarra atriða, enda hefur hann sumt af því eftir öðru fólki (sjá t. d.
1932a:44). Stefán flokkaði málhafa sína svo eftir bæjum og sveitum (1932a:36), en
alls kannaði hann röddun — óröddun á 66 bæjum í 7 sveitum á Héraði.
Stefán flokkaði röddun — óröddun í hrein rödduð hljóð, blandað mál og eingöngu
órödduð hljóð (1932a:36) og reiknaði út hlutfall. Einnig athugaði hann uppruna
manna, þ. e. hvort menn væru innfæddir eða aðfluttir, og kannaði sérstaklega hvað-
an aðfluttir væru og hvernig framburð þeir hefðu (1932a:37).
Það kemur ekki fram hvaða fyrirmyndir Stefán hefur haft að þessari rannsókn
sinni né af hverju hann notaði þessar aðferðir við könnun og úrvinnslu en ekki ein-
hverjar aðrar. Samt sem áður hefur rannsókn Stefáns og aðferðir hans haft töluverð
áhrif á Björn Guðfinnsson, a. m. k. notar Björn oft líkar aðferðir (sjá 3.1), auk þess
sem hún er merkileg fyrir þá sök að vera fyrsta mállýskurannsóknin (a. m. k. sú
fyrsta sem unnið er úr).
2.5 Aðrar rannsóknir
Á árunum 1930-40 var eitthvað gert að því að reyna að rýna í mállýskur með því