Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 216
214
Guðvarður Már Gunnlaugsson
að skoða prófúrlausnir nemenda (sjá t. d. Aðalstein Sigmundsson 1935 og Stefán
Einarsson 1936:194). Árið 1935 birtist grein eftir Aðalstein Sigmundsson þar sem
hann kannar útbreiðslu linmælis, flámælis og Art'-framburðar um allt land (1935:34-
35). Aðferðin sem hann beitir er að fara í landspróf í stíl og stafsetningu frá vorinu
1934 og athuga hve oft börnin sem tóku prófið rugluðu saman k og g, í og d, p og b,
(linmæli) / og e, u og ö (flámæli) og hv og kv í prófúrlausnunum (skriftaraðferð) auk
ýmissa stafsetningaratriða (Aðalsteinn Sigmundsson 1935:30-31). Síðan flokkar
hann eftir sýslum og kaupstöðum (1935:31) ogsetur upp í töflu (1935:36-37) ogbirtir
kort yfir rugling á eogi. Stefán Einarsson (1936:197) vill flokkaeftirsveitum og segir
að flokkun eftir sýslum sé of gróf. Jafnframt vill Stefán athuga fleiri atriði á þennan
hátt (1936:196). Þetta var að vísu ekki beinlínis nýtt því Stefán Einarsson
(1932b:563) segir frá kennara á Ólafsfirði sem kvartar undan því að skólabörn rugli
saman / og e og u og ö í stafsetningu.
3. Kannsóknir Björns Guðfinnssonar
3.1 Rannsóknaraðferdir
Á fjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins haustið 1939 var ætlað nokkurt fé til málfegrun-
ar og var það fyrsta skrefið að allsherjarrannsókn sem hófst sumarið 1941 (Björn
Guðfinnsson 1946:82-83). Björn ferðaðist síðan um landið ásamt fylgdarmanni á ár-
unum 1941-43 og rannsakaði 6520 börn (1946:97) í flest öllum skólahverfum lands-
ins (1946:86) í rannsókn sem hann kallaði yfirlitsrannsókn (1946:85-86). Jafnframt
þessum yfirlitsrannsóknum kannaði Björn fullorðið fólk og frantkvæmdi sérrann-
sóknir, svo alls var hann búinn að kanna um 10000 manns veturinn 1943^14
(1946:98). Hann hélt síðan eitthvað áfram sérrannsóknum, því mér er kunnugt um
af gögnum hans (sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafnsins) að hann
framkvæmdi sérrannsókn í V-Skaftafellssýslum síðsumars 1946. Hér á eftir verður
fjallað nánar um rannsóknir Björns og reynt að svara eftirtöldum spurningum:
hvað?, hvers vegna?, hverjir?, hvar?, hvernig? og jafnframt borið saman við rann-
sókn Stefáns Einarssonar.
Björn rannsakaði mörg afbrigði íslensks framburðar en markmið hans var að at-
huga framburð um allt land, að athuga útbreiðslu einstakra mállýskna og takmörk
þeirra og að leitast við að komast eftir þróun einstakra mállýskna (1946:83). í Breyt-
ingum á framburði og stafsetningu (1947:13) kemur fram að hann rannsakaði harð-
mæli — linmæli, röddun — óröddun, hv — kv, [íjjj] — [g], rl, rn — (r)dl, (r)dn, „rétt-
mæli“ — „flámæli", einhljóð — tvíhljóð á undan ng, nk, einhljóð — tvíhljóð á undan
gi. í bókinni Um íslenzkan framburð kemur svo fram að hann rannsakaði mörg fleiri
atriði eins og t. d. einhljóðun tvíhljóða (Björn Guðfinnsson 1964:171-179). Hins
vegar hélt Björn sig eingöngu við framburðarmállýskur. Stefán Einarsson hélt sig
líka að mestu við framburðarmállýskur og hugaði að mestu leyti að sömu atriðum en
þó ekki eins mörgum.
Ástæðan fyrir því að Björn hélt sig eingöngu við framburðarmállýskur er eflaust
sú að aukinn áhugi á málhreinsun og málvernd þessara ára náði til framburðar þann-
ig að sumir vildu láta setja reglur um framburð í aðalatriðum, en Björn vildi láta
rannsaka framburðinn áður en slíkt væri gert (sjá Björn Guðfinnsson 1946:82). Upp-