Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 218
216 Guðvarður Már Gunnlaugsson
tekur fram aö lestraraðferð sé notuð við upptökurnar þó samtalsaðferð komi til
greina.
3.2 Úrvinnsla
Það hefur ekki verið unnið að neinu niarki úr gögnum Björns Guðfinnssonar öðr-
um en yfirlitsrannsókninni sem tók til 6520 barna með lestraraðferð.
Björn flokkaði flest mállýskuafbrigðin í þrennt. Sem dæmi má taka harðmæli —
linmæli en hann flokkaði þetta afbrigði í hreinan harðmælisframburð, hreinan lin-
mælisframburð og blandaðan framburð. Stefán Einarsson virðist hafa farið eins að
með röddunina og óröddunina á Austurlandi. Blandaði framburðurinn gat bæði náð
yfir þá sem notuðu fráblásin hljóð og ófráblásin til skiptis án allrar reglu (til skiptis í
sama orði) og þá sem höfðu reglu á því og notuðu harðmælisframburð alltaf í sumum
orðum og linmælisframburð í öðrum. Einnig gat blandaði framburðurinn náð yfir þá
sem voru harðmæltir í öll skipti nema eitt og þá sem voru linmæltir í öll skipti nema
eitt. Hugtakið blandaður framburður er því mjög vítt. Varðandi flámæli þá notaði
Björn ekki hugtakið blandaðan framburð heldur flokkaði hljóðhafana í réttmælta,
flámælta og slappmælta. Hugtakið flámæltur nær þá jafnt yfir þá sem voru mikið flá-
mæltir og þá sem lásu flámælishljóð einu sinni (sjá Björn Guðfinnsson 1964:82).
Við úrvinnslu leitaðist Björn við að finna skýringar á framburði á svæði þar sem
hann var annars fátíður, t. d. harðmæli í Árnessýslu (1946:204-205), í uppruna
barnanna og gat oft skýrt á þann hátt óvænta hluti í þeim efnum. Það sama gerði
Stefán Einarsson.
Við úrvinnslu reiknaði Björn út hlutfallstölur, t. d. hreins harðmælisframburðar,
hreins linmælisframburðar og blandaðs framburðar í hverri sýslu (kaupstað) fyrir sig
(sjá t. d. 1946:206). Jafnframt birti hann í töflum fjölda hljóðhafa í hverju skóla-
hverfi og fjölda þeirra sem höfðu t. d. hreinan harðmælisframburð, hreinan lin-
mælisframburð og blandaðan framburð (sjá t. d. 1946:168). Þannig fór hann með
hvert mállýskuafbrigði. Stefán Einarsson fór eins að með raddaðan — óraddaðan
framburð á Fljótsdalshéraði nema hvað hann skipti eftir sveitum en ekki skólahverf-
um (sem er reyndar oft sama svæðið) en það kemur eflaust til af því að hann var ekki
með börn eins og Björn. Reyndar reiknaði Stefán einnig út eftir bæjum.
Björn reiknaði út hvert mállýskuafbrigði eftir sýslum og kaupstöðum og fann
þannig út kjarnasvæði helstu afbrigðanna og málmörk. Þarsem mörk voru óljós kall-
aði hann blendingssvæði. Sem dæmi má taka harðmæli — linmæli en hann skilgreindi
linmælissvæði á Suðaustur-, Suður-, og Vesturlandi og Vestfjörðum og harðmælis-
svæði á Norðurlandi eystra og Norðausturlandi. Vestra blendingssvæði náði yfir
Húnavatnssýslur, eystra blendingssvæði yfir vestari hluta Skagafjarðar, nyrðra
blendingssvæði yfir stóran hluta N-Múlasýslu og syðra blendingssvæði yfir mest allt
Fljótsdalshérað og mest alla Austfirði, og Björn dregur svo línu á milli svæða um ein-
hver mörk, t. d. sýslumörk (1946:156). Þessberaðgeta aðekki flokkaði Björn nema
fá afbrigði svona vel.
Ef menn ætla að nota niðurstöður Björns þá verður að hafa nokkur atriði í huga.
í fyrsta lagi hvernig hann fór að því að dæma framburð barnanna, en hann hefur
hlustað og skráð hjá sér athugasemdir um framburð þeirra um leið og þau lásu. Þetta
veldur því að hann heyrði ekki nema einu sinni og varð að ákveða á stundinni hvaða