Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 220
218
Guðvarður Már Gunnlaugsson
að mállýskumörk kunni að vera skarpari ef gamla fólkið hefði verið rannsakað.
Hreinn (1961-62:81) segir val aldurshóps vekja undrun og segir að 10 til 13 ára börn
séu yfirleitt ekki talin öruggasti heimildahópur við mállýskurannsóknir auk þess sem
mál barna sé e. t. v. í mótun á þessum aldri. Þess í stað hefði verið óskandi að annar
aldurshópur, t. d. 60 ára og eldri, hefði orðið fyrir valinu, því niðurstöður slíkrar
könnunar hefðu verið mjög mikilvægar fyrir málfræðisöguna. Hreinn rekur svo
fólksflutninga á íslandi 20. aldar (1961-62:81-82) og vitnar til þeirra orða Björns að
linmæli sé framburður framtíðarinnar í Reykjavík og segir að það sé út af fyrir sig
ágætt að vita hvernig málið verði í framtíðinni en því miður hafi ekki verið gerð rann-
sókn á elstu kynslóðinni því það sé ástæða til að ætla að miklar upplýsingar séu að
hverfa fyrir fullt og allt með henni (1961-62:82).
Hreinn gagnrýnir einnig þá aðferð Björns að reyna að ná í hvert 10 til 13 ára barn
á landinu (1961-62:81) og segir það óþarfa að kanna svo mörg börn í Reykjavík og
stærri kaupstöðunum; smærri hópur hefði gefið sömu niðurstöður. Á hinn bóginn
telur Hreinn að þessi aðferð sé til komin vegna tölfræðinnar sem Björn notaði svo
mjög við rannsóknirnar og reyndar er eitt af megineinkennum þeirra. Jafnframt tel-
ur Hreinn að þessi aðferð sé algjörlega óþörf hvað varðar Reykjavík vegna þess að
Reykjavík hafi vaxið úr 1000 manna þorpi í 75000 manna bæ á s. I. 100 árum, mest
vegna flutninga frá landsbyggðinni og það sé þar af leiðandi augljóst að framburður
Reykvíkinga hafi ekki sömu mállýskuþýðingu og framburður í hinum dreifðu
byggðum.
Dahlstedt (1958:35) segir að ýmislegt í aðferðum Björns komi á óvart t. d. að
hann skuli nota skriftaraðferð við rannsóknirnar. Dahlstedt (1958:36) hefur einnig
orð á því að tölfræðilegir útreikningar séu íslensk mállýskuhefð og bendir þar á Stef-
án Einarsson (1932a og b), Björn Guðfinnsson (1946), og Jón Aðalstein Jónsson
(1953) (1958:33-36). Að lokum dregur Dahlstedt (1958:40 o. áfr.) upp tvö kort af 8
íslenskum mállýskuafbrigðum eftir niðurstöðum Björns Guðfinnssonar. Hreinn
Benediktsson (1961-62:86 o. áfr.) dregur einnig upp kort (eitt) af 7 íslenskum
mállýskuafbrigðum eftir niðurstöðum Björns.
4.2 Rannsóknir 1946-1980
Á þessu tímabili sem hér um ræðir virðast ekki hafa verið gerðar nema tvær rann-
sóknir á íslenskum framburðarmállýskum, þ. e. a. s. rannsókn Sigríðar Önnu Þórð-
ardóttur á bð-, gð-framburði og rannsókn Ingólfs Pálmasonar og Þuríðar Kristjáns-
dótlur á framburði í nokkrum sveitum A-Skaftafellssýslu.
Sigríður Anna Þórðardóttir framkvæmdi könnun sína veturinn 1976-77 en
könnunin var, ásamt greinargerð um aldur, uppruna og fyrri útbreiðslu bð-, gð-fram-
burðarins, ritgerð hennar til B.A.-prófs í íslensku (Sigríður Anna Þórðardóttir
1977:28). Sigríður Anna hafði þann hátt á við sínar rannsóknir á mismunandi fram-
burði á/ð og gð, að hún sendi 82 mönnum bréf og spurðist fyrir um framburðinn [bð]
og [^ð] (60 svör bárust), einnig hlustaði hún á framburð 99 manna af segulbandi en
segulbandsspólurnar fékk hún hjá Stofnun Árna Magnússonar og Ríkisútvarpinu
(1977:28). Á þessum spólum er þjóðfræðaefni víðs vegar að af landinu (samtalsað-
ferð? og/eða lestraraðferð?) (1977:30-31) og efni ekki safnað með mállýskur í huga.
Einnig spurðust starfsmenn Orðabókar Háskólans fyrir um þennan framburð í út-