Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 229
Frá Islenska málfræðifélaginu
Aðalfundur íslenska málfræðifélagsins var haldinn 28. nóvember
1985. Stjórn félagsins var endurkjörin, og eiga sæti í henni Guðrún
Kvaran, formaður, Helgi Bernódusson, ritari, Sigurður Jónsson frá
Arnarvatni, gjaldkeri, Eiríkur Rögnvaldsson, ritstjóri, Ásta Svav-
arsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Margrét Jónsdóttir og
Svavar Sigmundsson. Samþykkt var að kjósa þrjá menn í aðalrit-
stjórn tímaritsins, og eru þeir Höskuldur Þráinsson, Jörundur
Hilmarsson og Kristján Árnason.
Nokkrir fundir voru haldnir á starfsárinu 1985-1986.
11. og 12. desember var efnt til funda á vegum heimspekideildar
og íslenska málfræðifélagsins, þar sem Johan Hendrik Poulsen,
forstöðumaður Fproyamálsdeildar Fróðskaparseturs Fproya, flutti
tvo fyrirlestra. Nefndist hinn fyrri Færeysk málrækt en hinn síðari
Færeysk mannanöfn.
28. janúar 1986 spjallaði Svavar Sigmundsson, dósent, um nýút-
komið verk sitt íslenska samheitaorðabók og nefndi spjallið Sam-
heitabókin — eftir á að hyggja.
26. febrúar flutti Tor Ulset, lektor í norsku við Háskóla íslands,
fyrirlestur sem nefndist Létt hjal um létta sérhljóða íaustur-norsku.
Laugardaginn 8. nóvember efndi íslenska málfræðifélagið til ráð-
stefnu sem bar yfirskriftina: Að orða á íslensku. Flutt voru eftirfar-
andi átta erindi sem tengdust orðavali og orðasmíð:
Jón Hilmar Jónsson: Um vöxt og viðgang orðaforðans.
Eiríkur Rögnvaldsson: Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra.
Reynir Axelsson: Sundurlausir þankar um orðasmíð.
Guðni Kolbeinsson: Að þýða á íslensku.
Sigurður Jónsson: íðorðastörf og orðmyndun.
Magnús Snædal: Orðmyndun í læknisfræði.
Jóhannes Þorstéinsson: Málstefna og orðabókargerð.
Veturliði Óskarsson: Rabb um málfar auglýsinga.