Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 13
GUNNAR HARÐARSON
„Alls vér erum einnar tungu“*
Um skyldleika ensku og íslensku
í Fyrstu málfrœðiritgerðinni
1. Inngangur
Fyrsta málfræðiritgerðin (hér eftir skammstöfuð FMR) er eitt elsta
fræðirit sem til er á íslenskri tungu. Hún er talin rituð á 12. öld, en hef-
ur varðveist í Ormsbók Snorra-Eddu, sem er norðlenskt handrit frá 14.
öld (sjá t.d. Hrein Benediktsson 1972:16-19). Höfundur ritgerðarinn-
ar tekur sér það fyrir hendur að smíða nýtt stafróf handa íslendingum
og til að rökstyðja gerð þess lýsir hann sérhljóðum og samhljóðum ís-
lenskrar tungu og tekur fjölda dæma máli sínu til stuðnings. Hann
stingur upp á ýmsum nýjungum í stafagerð til þess að laga latneskt
stafróf betur að íslensku hljóðkerfi. Sumra þessara nýjunga sér stað í
öðrum handritum og þar með er sýnt að þessi fyrirhöfn hefur borið
einhvem árangur. Þar sem FMR er með réttu talin merkasta lýsing
sem til er frá fyrri öldum á hljóðkerfi og stafsetningu íslenskrar tungu,
og skipar sérstakan sess í sögu málfræðibóka (sbr. Hrein Benediktsson
1961), hafa fræðimenn rýnt hana í bak og fyrir og varpað fram ýms-
um túlkunum á efni hennar, tilurð og áhrifum, auk þess sem ekki spill-
ir fyrir að höfundurinn hennar er óþekktur og því hefur skapast svig-
rúm fyrir sams konar leit og að höfundum fslendingasagna.
A einum stað í FMR er vikið að því að Englendingar og fslending-
ar séu „æinnar tvngv þo at giorz hafí migk onnvr tveggía eða nakkvað
bááðar“ (FMR:208).1 Að auki kveðst höfundur FMR ætla að fylgja
* Eg þakka Magnúsi Snædal, dósent í almennum málvísindum, fyrir að lesa frum-
drög greinarinnar í handriti og benda mér á ýmis íhugunarefni. Hinum ónefnda yfir-
lesara tímaritsins þakka ég sömuleiðis gagnlegar ábendingar og ritstjóranum, Hösk-
uldi Þráinssyni, prófessor í íslenskri málfræði, ánægjulega samvinnu.
1 Tilvitnanir í útgáfu Hreins Benediktssonar á FMR eru stafréttar (ekki þó í heiti
greinarinnar, eins og menn sjá!) en þó er ekki alls staðar gerð tilraun til að lfkja eftir
stafagerð (t.d. ekki varðandi sérstök form af .v eða r). Eyðufyllingar eru ekki auð-
íslenskt mál 21 (1999), 11-30. © 2000 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.