Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 16
14
Gunnar Harðarson
1861:483). Hins vegar bregður einnig fyrir hjá ísidóri annarri hug-
mynd um tungumál, sem kalla má þróunarhugmynd, þó að hann tæpi
aðeins á henni og vinni ekki úr henni. Sú hugmynd birtist í umfjöllun
hans um hinar þrjár helgu tungur, hebresku, grísku og latínu, sem hann
telur fróða menn vart mega án vera, þar sem hin helgu rit séu skrifuð
á þessum þremur málum. Hann víkur sérstaklega að grísku, sem hann
telur skýrari en aðrar tungur, og nefnir grísku mállýskumar, en þegar
hann ræðir latínuna segir hann m.a. (Isidorus 1859:327):
Latinas autem linguas quatuor esse quidam dixerunt, id est Priscam,
Latinam, Romanam, Mistam.4
Hin foma tunga er sú tunga sem goðsögulegar vemr töluðu, latversk
sú sem Latverjar töluðu, rómönsk er hin klassíska latína og blönduð
sú tunga sem spilltist af samskiptum við óþjóðir eftir að Rómarríki
breiddist út um veröldina. Þessi flokkun, sem skipar tungunum niður
í tímaröð hverri á eftir annarri og kveður á um samfelld tengsl frá
einni til annarrar og tengir þær sögulegum og félagslegum hræringum,
sýnir að hér er á ferðinni sú hugmynd að tungur taki breytingum í tím-
ans rás, fyrir tilverknað innri eða ytri aðstæðna. Þess skal getið að
hugmyndimar tvær, að tungumar hafi skipst við smíði Babelstumsins
og að tungur breytist í tímans rás, þurfa ekki að stangast á og geta vel
farið saman (þ. e. snögg umskipti fyrst en síðan hægfara þróun) þó að
þess sjái ekki alltaf stað í ritum. Hin fyrri verður þó að teljast eiga sér
traustari sess í miðaldaritum, enda biblíuleg að uppruna.
2.2 Hugmyndir Bacons
Enski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Roger Bacon (1214—
1292) nam í Oxford og kenndi þar síðan, bæði fommál og stærðfræði-
greinar. Um 1240 lagði hann leið sína til Parísar og varð þar doktor í
guðfræði um 1247. Meðan á Parísardvölinni stóð gekk hann í reglu
fransiskusarmunka. Um 1266 skrifaði hann þrjú meginrit sín, Opus
majus, Opus minus og Opus tertium, og sendi þau páfa, sem hafði sýnt
verkum hans áhuga. Bacon lenti síðar í útistöðum við kirkjuyfirvöld
4 En sumir hafa sagt fjórar vera latneskar tungur, það er foma, latverska, róm-
anska, blandaða.