Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 17
„Alls vér erum einnar tungu
15
vegna harðrar ádeilu í ritum sínum og nýstárlegra skoðana. Árið 1278
var réttað yfir honum og mátti hann dúsa í fangelsi eftir það í 14 ár, en
var þó látinn laus um síðir.
III. hluti Opus majus fjallar um tungumálanám, enda var þekking
á fomtungunum forsenda menntunar í heimspeki og guðfræði. Þar má
lesa ýmsar skarplegar athuganir, m. a. um vandann að þýða milli mála
og jafnvel mállýskna. Til dæmis segir Bacon að hin gallíska tunga
(franska) skiptist í margar mállýskur meðal Galla, Píkarda, Nor-
manna, Búrgunda o.fl. Vel viðeigandi og skiljanlegt orðalag á mál-
lýsku Píkarda er óviðeigandi hjá Búrgundum, og jafnvel hjá hinum
gallísku nágrönnum Píkarda. Bacon telur að það sem gildi um blæ-
brigðamun milli mállýskna gildi ekki síður um merkingarmun milli
ólíkra tungna. Þess vegna sé ógerlegt að ná hinum sérstaka blæ einn-
ar tungu yfir á aðra (Bacon 1962:75). Um samband mállýsku, tungu
°g þjóðar segir hann (Bacon 1962:82):
It is certain that the Caldean and the Hebrew have the same tongue but
a different dialect, like the Gaul and the Picard; for dialect is the part-
icular form of a language determined by a nation.
Samkvæmt þessu er mállýska sérstök mynd tungunnar ákvörðuð af til-
tekinni þjóð. Tungan er hins vegar heild þeirra mála eða mállýskna
sem falla undir hana. Jafnvel latína er, að því er virðist, heild, en ekki
uppspretta, þeirra tungumála sem teljast til hennar, væntanlega hinna
rómönsku mála, en þetta er að vísu mjög óljóst (Bourgain 1989:327).
Til skýringar mætti ef til vill taka dæmi af greiningu ísidórs á hinum
íjórum gerðum latneskrar tungu. Latínan væri samkvæmt því ein heild
sem skiptist í fjóra hluta, forntungu, latversku, rómönsku og hina
blönduðu tungu. Þessi skoðun er sett fram með heimspekilegra orða-
lagi í Opus tertium á einum stað, þar sem Bacon segir að latnesk tunga
sé í öllum [undirtungum sínum] ein og hin sama í eðli sínu en breyti-
leg í mismunandi mállýskum („Nam lingua latina est in omnibus una
et eadem secundum substantiam, sed variata secundum idiomata
diversa“, Opus tertium, c. XXXV, tilv. hjá Bourgain 1989:326, n. 3).
Hliðstætt sjónarmið kemur fram hjá Bacon þegar hann fjallar um mál-
fræði í inngangi að grískri málfræði sem hann ritaði. Málfræðin, seg-
ir hann, er ein og hin sama samkvæmt eðli sínu í öllum tungum, þó að