Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Qupperneq 22
20
Gunnar Harðarson
þróunarhugmynd. Hér er ekki minnst á Babelstum, en samt eiga þess-
ir atburðir sér stað eftir Nóaflóð, eins og fram kemur fyrr í formálan-
um. Erfitt er að lesa inn í þetta orðalag hugmynd um jafn skyndilega
breytingu og gera verður ráð fyrir í sögunni af Babelstuminum; hér
virðist fremur vera um að ræða hægfara breytingar á löngum tíma. Því
má ætla að þama megi sjá að verki þá hugmynd að hver þjóð hafi sína
tungu og að samband sé milli greiningar tungna og skiptingar þjóða.
Breyting tungumála er sett í beinu framhaldi af umfjöllun um til-
tekinn átrúnað, sem hefur einnig breyst en ekki staðið í stað. Upphaf-
lega hefur hann verið einn og sami átrúnaðurinn, þar sem náttúrufyrir-
bærum voru gefin nöfn og tóku á sig mynd goða, en eftir því sem
þjóðimar hafa skipst og tungumar greinst hefur átrúnaðurinn að ýmsu
leyti breyst, en væntanlega þó ekki að öllu leyti.8
I Prologus Snorra-Eddu (Edda:4-5) er lagt út af nöfum tróverskra
höfðingja og þau yfirfærð til íslensku. Þannig er sonur konungsins
Munons og Tróan, dóttur höfuðkonungsins Priami, nefndur Trór,
„þann kpllum vér Þór“. Ríkið Trakía, þar sem Þór var að uppfræðslu:
„Þat kpllum vér Þrúðheim“. Spákonan Síbil, „er vér kpllum Sif‘, eign-
ast son með Þór og nefndist hann Lóriði. Síðan er ætt hans rakin
(Edda:5):
[HJans son var Einriði, hans son Vingeþórr, hans son Vingenir, hans son
Móða, hans son Magi, hans son Sescef, hans son Beðvig, hans son At-
hra, er vér kgllum Annan, hans son Itrmann, hans son Heremóð, hans
son Scialdun, er vér kgllum Skjgld, hans son Biaf, er vér kQllum Bjár,
hans son Jat, hans son Guðólfr, hans son Finn, hans son Friallaf, er vér
kgllum Friðleif. Hann átti þann son er nefndr er Voden, þann kgllum vér
Óðin. Hann var ágætr maðr af speki ok allri atgervi. Kona hans hét
Frigida, er vér kgllum Frigg.
8 í Hauksbókargerð Trójumannasögu er komið á beinni samsvörun milli róm-
verskra goða og norrænna. Þannig segir til dæmis: „er Satvrnvs var kallaðr en ver
kollvm þann Frey“ (Hb: 192). þá er einnig talað um Júpíter sem „Kritar-Þor“ (Hb: 195)
og um Júnó sem „Sif‘ (Hb:196). Þarna gæti því verið um að ræða dæmi um sama fyr-
irbæri og rætt er í Prologus Snorra-Eddu, átrúnað sem birtist í mismunandi myndum
hjá ólíkum þjóðum og á ólíkum málum. Þetta er þó viðameira efni en svo að það verði
kannað hér.