Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 23
21
„Alls vér erum einnar tungu
Síðan segir frá för Óðins norður til Saxlands. Þar er sama uppi á ten-
ingnum („Svebdegg, er vér kpllum Svipdag ... Beldegg, er vér kgllum
Baldr ... Frioðigar, er vér kgllum Fróða“). Greint er frá því hvar Óð-
inn skipar sonum sínum til landstjómar og nefnt Austur-Saxland, Vest-
fal og Frakkland, þaðan sem ætt Völsunga er sögð komin. Þá er greint
frá framhaldinu af för Óðins til Danmerkur og Svíþjóðar og Noregs.
Skjöldungar í Danmörku eiga ætt að rekja til Skjaldar, sonar Óðins, en
Ynglingar í Svíþjóð til sonar hans Yngva. í Noregi er ekkert slíkt ætt-
arveldi en Sæmingur sagður ættfaðir Noregskonunga, jarla og ríkis-
manna eins og segi í Háleygjatali. Þannig hefur þjóð Asíamanna skipst
í Saxa, Völsunga, Skjöldunga, Ynglinga og ættgöfuga Norðmenn.
Spyrja má hvort þessu fylgi að tunga þeirra hafi jafnframt greinst t. d.
í saxnesku og dönsku?
Af því sem hér hefur verið rakið má ef til vill draga þá ályktun að
tvær hugmyndir um skyldleika tungumála hafi verið þekktar á Islandi
á miðöldum, hin biblíusögulega hugmynd um skyndilega margföldun
tungumála eftir smíði Babelstumsins, en einnig sú hugmynd að tungu-
mál taki breytingum og til verði ný tungumál, eftir því sem þjóðir
skiptist og tungur greinist, að öllum líkindum smám saman og við
hægfara þróun. Þróunarhugmyndin kann að tengjast hugmyndum um
samsvömn milli goða í norrænni og klassískri goðafræði (hana hefur
auðveldlega mátt heyra í munnlegri geymd í heitum vikudaganna).
Frásögn Snorra-Eddu af för Óðins til Saxlands og Norðurlanda mætti
þá skoða sem dæmi um það þegar þjóðir skiptast og tungur greinast;
Saxar og Norðurlandabúar væru dæmi um að þjóðir skiptist og sax-
neska og dönsk tunga dæmi um að tungur greinist. Þjóðimar skiptast
frá tiltekinni þjóð sem á sér ákveðinn uppmna og tungumar greinast
frá tiltekinni fmmtungu sem gera verður ráð fyrir að hafi upphaflega
orðið til við býsn þau er gerðust eftir smíði kastalans sem getið er um
í Veraldar sögu.
3.4 Almenn ummæli FMR um skyldleika tungumála
I FMR er ekki aðeins rætt um ensku og íslensku heldur em þar einnig
ummæli sem em almenns eðlis og má e.t. v. túlka sem viðhorf höfund-
arins til grundvallarhugmynda um tilurð og þróun tungumála. Hjá