Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 29
Alls vér erum einnar tungu “
27
Asíamanna, þá leiðir af því að íslenska sé líka skyld saxnesku. íslend-
ingar og Saxar væru þá einnig einnar tungu, þó að gjörst hefði mjög
önnur tveggja eða nokkuð báðar. Þar með blasir við að jafn rökrétt
hefði verið að fara að dæmum Saxa við að skrifa tunguna. Þessi vandi
er hliðstæður þeim sem spratt af því að ganga út frá þeirri túlkun að
átt væri við sameiginlega tungu mannkynsins fyrir smíði Babelstums-
ins. Spumingin er þessi: Ef íslenska er jafn skyld saxnesku og ensku,
hvers vegna kaus fyrsti málfræðingurinn þá frekar að fara að dæmum
Englendinga en Saxa? Fyrir því hefði hann ekki haft nein fræðileg rök
af þeim toga sem rakin vom hér að ofan.
„End fact, try fiction“, segir Ezra Pound á einum stað í kvæðinu
Near Perigord (Pound 1971:145). Hér skal í lokin varpað fram einni
tilgátu, þótt óvísindalega kunni að virðast að verki staðið. Hún er sú
að þessi gloppa í fræðilegri röksemdafærslu fyrsta málfræðingsins
komi upp um reynsluheim hans og huglæga afstöðu. Það er varla að
ástæðulausu að hann kýs að fara að dæmi Englendinga. Ef hann hefur
ekki sjálfum sér samkvæm fræðileg rök fyrir máli sínu, hlýtur að
verða að draga þá ályktun að hann hafi fyrir því reynslurök. Hann
þekki einfaldlega af eigin raun enskt ritmál, og vísast einnig enskt tal-
mál, en ekki saxneskt. Hvaðan kom honum annars hugmyndin að því
að fara að dæmi Englendinga? Nærtækasta skýringin er sú að ensk
tunga hafi staðið honum nær en aðrar erlendar tungur, þ.e. að hann
hafi haft bein kynni af því hvemig Englendingar fóm að. Með þessu
er að vísu ekki búið að sýna fram á með ótvíræðum og sjálfstæðum
hætti að höfundur FMR hafi haft bein kynni af enskri tungu, enda
verður það vafalaust seint gert. Það er þó óneitanlega líklegra að bein
kynni af Englendingum og enskum ritum séu grundvöllurinn undir
þessari skoðun fyrsta málfræðingsins heldur en hitt, enda má sjá hlið-
stæðu hjá Dante um þessi efni, þ.e. að hugmyndir um tengsl tungu-
mála em sóttar í beina reynslu þess sem setur þær fram.11
11 Þess má geta að í íslendingabók segir frá því er Gissur ísleifsson var í vígslu-
ferð sinni á Gautlandi að „þá var nafn hans rétt að hann hét Gisröður" (Skýr: 11). þetta
dæmi sýnir að ferðalög til annarra landa færðu íslendingum þekkingu á tungumálum,
mismun þeirra og skyldleika.