Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 30
28
6. Lokaorð
Gunnar Harðarson
Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að sú túlkun á ummælum
FMR um skyldleika ensku og íslensku að þar sé átt við hina viðteknu
hugmynd miðaldamanna um upphaflegan skyldleika allra tungumála
fyrir smíði Babelstumsins fái ekki staðist, enda ekki nauðsynlegt að
ganga út frá henni þar sem fleiri hugmyndir um skyldleika tungumála
eru þekktar frá miðöldum, hugmyndir sem sjá má m.a. hjá Roger
Bacon og Dante og raunar í formála Snorra-Eddu. Texta FMR beri því
að skilja bókstaflega þannig að íslendingar og Englendingar séu í
sjálfu sér „æinnar tvngv þo at giorz hafí rnjpk onnvr tveggía eða
nakkvað bááðar“. Þá hafa verið færð rök fyrir því að þessi sameigin-
lega tunga sé sú tunga sem Æsir fluttu með sér til Norðurálfu og getið
er um í Prologus Snorra-Eddu. Þessi túlkun leiðir hins vegar til nýs
fræðilegs vanda sem er hliðstæður hinum upphaflega. Niðurstaðan er
sú að einhvers konar reynslurök hljóti að koma til ef skýra eigi þá
ætlun fyrsta málfræðingsins að fara að dæmum Englendinga. í lokin
má svo minna á að Snorri Sturluson, sem ætla verður að ritað hafi for-
málann að Snorra-Eddu, þar sem þróun tungu þeirra Asíamanna er rak-
in, var alinn upp í Odda og hlaut þar menntun sína. Við leit að höfundi
FMR taka böndin því aftur að berast að Oddaverjum en hvort það nægi
til þess að hin gamla tilgáta Holtsmark (1936) um Pál Jónsson, síðar
biskup í Skálholti, fái aftur byr í seglin skal á hinn bóginn látið ósagt.
HEIMILDIR
Augustinus. 1861. S. Aurelii Augustini Hipponensis episcopi Ad Marcellum de Ci-
vitate Dei contra paganos libri viginti duo. J.-P. Migne (ritstj.): Patrologiœ lat-
inœ cursus completus, XLI, dlk. 13-804. Paris.
Bacon, Roger. 1962. The Opus Majus ofRoger Bacon 1. Russel & Russel, New York.
Bjami Einarsson. 1961. Skáldasögur. Um uppruna og eðli ástarskáldasagnanna fomu.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Bjami Einarsson. 1993. Gunnlaugs saga ormstungu. Philip Pulsiano (ritstj.): Medieval
Scandinavia: An Encyclopedia, bls. 252-53. Garland, New York.
Bourgain, Pascale. 1989. Le sens de la langue et des langues chez Roger Bacon. Tra-
duction et traducteurs au Moyen-Age, bls. 317-31. Éditions du CNRS, Paris.
Edda = Snorri Sturluson: Edda. Prologue and Gylfaginning. Útgefandi Anthony Faul-
kes. 2. útg. Viking Society for Northem Research, University College London,
London, 1988.