Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 43
41
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót
c. runnu tveir menn at móti þeim (fl3 (Heil II, 7)) (‘stefna’)
d. Sigurður gengur at móti (Þiðr II, 29 (1300)) (‘stefna’)
e. komu þar at móti þeim menn (ml4 (Njála, 86. k.)) (‘stefna’)
f. en mér þótti Þórarinn ganga at móti mér (sl4 (V-Gl, 21. k.))
(‘stefna’)
g. riðu þeir at móti flóttamönnum (Klm, 82 (1400)) (‘stefna’)
(16) at móti í yfírfærðri merkingu:
a. og gekk öruggurat móti freistni fjanda (fl3 (Leif, 89)) (‘stefna’
(hvert) > ‘gegn’)
b. láta lið sitt en ódjarfari síðan í atgöngu at móti oss (ml4
(Egla, 52. k.) (‘stefna > gegn’)
c. standa at móti villumönnum (fl3 iLeif, 162) (‘hvar’ > ‘gegn’)
d. mælti at móti (ml4 (Njála, 56. k.)) (‘hvar’ > ‘gegn’)
e. þá brá hann upp hendinni og skikkjunni at móti [högginu]
(sl3 (Mork, 439))
f. tala nú at móti sönnu (sl4 (Pst, 897)) (‘hvar’ > ‘gegn’)
g. svo mun Guð og gera at móti við þig, að (sl2 (íslhóm, 157))
(‘í staðinn’)
h. þá skal hann hefna orði orðs ef hann vill og mæla þá jafn-
gilt at móti að ósekju (sl3 (Grg n, 391)).
Dæmin í (15) eru beinnar merkingar. (15a-b) eru staðarleg, sbr. e-n
berað garði, en dæmi (15c-g) eiga við stefnu (‘hvert’). Dæmin í (16)
eru óbeinnar merkingar (nema þá helst (16a)) og er hún einkum
þrenns konar: (i) ‘hvert’ > ‘gegn’ (16 a-b); (ii) ‘hvar’ > ‘gegn’ (16c-f)
°g (iii) ‘í staðinn’ (16 g-h). í nútímamáli hefur afbrigðið á móti leyst
að móti af hólmi í ýmsum tilvikum. Ástæða þess kann í fyrsta lagi að
vera sú að forsetningarliðurinn að + þgf. móti í staðarmerkingu
(ganga að móti e-m) er sjaldgæfari en liðimir á + þf. (‘hreyfing’:
ganga á mót e-m) og á + þgf. (‘dvöl’: vera á móti e-m). Því kann al-
gengara munstrið að hafa haft áhrif til breytingar, sbr. enn fremur hlið-
stæðuna á milli (< á miðli). í öðru lagi em forsetningarliðimir að móti
og á móti í mörgum tilvikum svipaðrar merkingar og því kann munur
á búningi að hafa orðið umframur með þeirri afleiðingu að algengari
wyndin varð ofan á.