Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 45
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót 43
(18) á mót í yfírfærðri merkingu:
a. ganga á mót e-m (sl2 (íslhóm, 155)) (‘hreyfing/stefna’ > ‘gegn’)
b. þeim þykir þá sínum vilja á mót mælt (sl2 (íslhóm, 88))
(‘stefna’ > ‘gegn; andstætt’)
c. mæla á mót antakristo (sl2 (íslhóm, 105)) (‘stefna’ > ‘gegn’)
d. En það verður oft að veraldar menn koma á mót líkamlegum
gimdum (fl3 (Leif, 53))
e. En drottinn sagði á mót þessum dramblátum ... (f 13 (Leif, 81))
(‘stefna’ > ‘gegn’)
f. Gnóg skynsemi kom á mót spumingu minni (fl3 (Leif, 126))
(‘stefna’ > ‘gegn’)
g. En er þetta heyrðu þeir, es á mót Paulo mæltu (ml3 (Pst,
225)) (‘stefna’ > ‘gegn’)
h. ... telja á mót Gyðingum (ml3 (Pst, 217))
i. engi miskunnar hugur stendur á mót réttlæti guðs yfir ill-
um mönnum (f 13 (Leif, 44)).
í dæmunum í (17) er merkingin bein — þau eiga við hreyfingu eða
stefnu í merkingunni ‘í áttina að (hvert); til móts við’. Dæmin í (18)
eru öll yfirfærðrar eða afleiddrar merkingar (‘(0 gegn; andstætt’) og er
hún mismunandi eftir merkingu þeirrar aðalsagnar sem tekur sam-
bandið með sér, þ.e. eftir því hvort sögn vísar til hreyfingar/stefnu,
t.d. ganga á mót (e-m) ‘stefna’ > ‘gegn’, eða hvort hún á við
dvöl/kyrrstöðu, sbr. vera/standa á mót (e-m) ‘dvöl’ > ‘andstætt’.
í nútímamáli er algengt að fs. á að viðbættu þolfalli vísi til hreyf-
ingar á stað, t.d:.fara á stað; fara á bak við e-n (með e-ð); fara á ská
(og skjön) við e-ð og ganga á hólm við e-n og er slík notkun í sam-
ræmi við dæmin í (17). Dæmi um forsetningarliðinn á + þf. í staðar-
eða dvalarmerkingu eru fremur sjaldgæf í íslensku, einkum kunn í
föstum orðasamböndum sem vísa til afstöðu eða stefnu, sbr. e-ð er á
bak við e-ð; á bak jólum; e-ð er á stærð/hæð við e-ð og e-ð liggur á
ská við e-ð. Eðlilegast er að líta svo á sem slík dæmi vísi til stefnu en
ekki dvalar, sbr. hliðstæðuna láta e-ð (koma) í Ijós og láta e-ð (vera) í
Ijósi en hvor tveggja afbrigðin eru fom (Jón G. Friðjónsson 1997:79).
— I nútímamáli hefur lengri myndin á móti leyst hina styttri á mót af
hólmi og má skýra þá þróun með þrennum hætti. í fyrsta lagi er liður-
inn á móti algengur í fomu máli og síðari alda máli með vísun til stað-