Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 46
44
Jón G. Friðjónsson
ar. í öðru lagi kann hið forna samband at móti að hafa styrkt samband-
ið á móti. I þriðja lagi kunna orðasamböndin á milli og á meðal að
hafa stuðlað að notkun sambandsins á móti, sbr. kafla 4.5 hér á eftir.
3.4 Orðasambandið í mót
Forsetningarliðurinn í mót vísar upphaflega til hreyfingar með sama
hætti og forsetningarliðurinn á mót. Hann er kunnur í elsta máli en þar
er hann sjaldgæfari en á mót og í nútímamáli er hann sjaldséður. í
fomu máli er hann notaður í beinni merkingu og óbeinni. Dæmi eru
sýnd í (19)—(20):
(19) í mót í beinni stefnumerkingu:
a. gekk B. í mót honum (fl3 (Leíf, 148)) (‘stefna’)
b. gengu út af borginni í mót þeim spámanna synir (f 14 (Stj,
608)) (‘stefna’)
c. réðst eg í mót [honum] (sl4 (V-Gl, 21. k.)) (‘stefna’)
d. og gerði hún veislu í mót honum (sl4 (Flat 1,222)) (‘stefna’)
(20) í mót í yfírfærðri merkingu:
a. svo sem þar í mót mun sá verða lægður (sl2 (íslhóm, 93))
(‘stefna’ > ‘hins vegar’)
b. fyllast fjandskapar upp í mót (e-m) (ÓH, 502 (1250-1300))
(‘stefna’ > ‘gegn’)
c. En það fór þvers í mót þeirra ætlan (sl3 (Hcil II, 154)) (‘stefna’
> ‘gegn’)
d. Ekki megum vér því í mót mæla (Heil 1,580 (1400)) (‘stefna’
> ‘gegn’)
e. þótt konungur stæði lengi í mót að láta sinn sið (sl3 (ÓTOdd,
42)) (‘staðarmerking’ (hvar) > ‘gegn’)
f. þú skalt hefjast í mót vindi ... en setjast fyrir vindi (Þiðr I,
126 (1300)) (‘gagnvart’)
g. en þar komu þau svör í mót, að ... (ÓH, 410 (1250-1300)) (‘í
staðinn, á móti’).
Dæmin í (19) vísa til stefnu og eiga þau sér fjölmargar hliðstæður, t. d.
ganga í garð, ganga í bæinn og halda í rétta stejhu/átt. Dæmi (20a-b)
vísa í óbeinni merkingu til stefnu, dæmi (20c) er staðarlegt en merk-