Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 49
47
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót
f. En það ræddu margir að því mundi þann veg í móti berast
að ... (sl4(VGl,4.k.))
g. mælti engi maður í móti honum (ÓH, 383 (1250-1300))
(‘gegn’)
h. En þó að konungur stæði lengi við og mælti í móti (sl3
(ÓTOdd, 43)) (‘gegn’)
i. gera uppreist í móti Óláfi konungi (ÓH, 506 (1250-1300))
j. voru gervar veislur í móti honum (ml4 (Egla, 11. k.))
k. rann hún út af staðnum í móti honum (fl5 (Heil I, 522))
(‘stefna’)
Elsta dæmi um afbrigðið ímóti er frá 13. öld (22a) og er það því yngra
en elsta dæmi um afbrigðið á móti (3.5) sem kunnugt er frá 12. öld
(2la). Orðasambandið í móti vísar eins og vænta má oft til dvalarupp-
runa þótt merkingin sé óbein (22a-g). Af dæmunum í (23) má þó sjá
að í móti er einnig notað með sagnorðum sem fela í sér hreyfingu og
vísar orðasambandið þá til hreyfingar eða stefnu. Sú merking getur
líka færst yfir í merkinguna ‘gegn’ eins og sjá má. Á 13.-15. öld er af-
brigðið í móti algengara en á móti en eftir það sækir síðamefnda af-
brigðið á og í nútímamáli er það nánast einhaft. — Sjá nánar töflu 3 í
kafla 4.1.
d.7 Breytingin á/í mót > mót
Elstu dæmi um það sem mætti kalla liðfellda notkun, þ. e mót í stað á/í
tnót, eru frá miðri 14. öld og þau er því ekki að finna í elsta máli.
Breytingin á sér ýmsar hliðstæður í íslensku, sbr. á meðal e-s > með-
e-s, á milli e-s > milli e-s, í gegnum e-ð > gegnum e-ð og á bak við
e'ð > bak við e-ð. Langalgengast er að mót vísi til hreyfingar (sbr.
dæmin í (24)) eða merkingin sé leidd af slíkum dæmum (sbr. (25)).
Eetta er þó ekki algilt, sbr. (26). Dæmin í (24)-(26) eru öll úr fomu
máli:
(24) mót í beinni hreyfíngarmerkingu:
a. fór mót Brenni með óvígan her (fl4 (Hb, 254))
b. gengu þeir þá mót honum (ml4 (Stj, 609)) (‘stefna’)
c. þá gekk Egill mót honum og segir (ml4 (Egla, 66. k.))
d. fóru þá hvorir mót öðmm (sl4 (ÓTI, 37))