Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 52
50
Jón G. Friðjónsson
dæmi. Þetta kann að benda til þess að breytingin hafi í fyrstu verið
staðbundin en um það skal þó ekkert fullyrt hér.
3.9 Fjölbreytni í notkun
í fomu máli frá 13. öld, en einkum þó á 14. og 15. öld, eru forsetning-
arliðimir á/í mót og á/í móti notaðir á víxl án þess að unnt sé að greina
merkingar- eða notkunarmun, og frá 14. öld eru styttri myndimar mót
og móti algengar í sama hlutverki. Dæmi um þetta em fjölmörg og
nokkur slík eru sýnd í (29):
(29) í mót/mót; í móti/móti:
a. ganga í mót e-m (fl4 (Hb, 242))
b. fara mót e-m (fl4 (Hb, 254))
c. fara í móti e-m (fl4 (Hb, 257))
d. fara móti e-m (fl4 (Hb, 463,464,465))
e. fara í mót e-m (sl4 (ÓT1,122)).
Slíka fjölbreytni má telja til vitnis um það að málnotkun hafi verið á
reiki og að breytingin sé ekki að fullu um garð gengin. Dæmin í (29)
sýna að samtímis því sem nafnorðið mót missti eigin merkingu sína og
varð að hlutverksorði kom upp óvissa í notkun (sbr. einnig dæmin í
(32)-(35) hér á eftir). Sams konar dæmi em fjölmörg úr öðmm heim-
ildum, jafnt í beinni merkingu sem óbeinni, og sama er uppi á teningn-
um í prentuðum heimildum 16. aldar, svo sem Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar (1540) (Jón Helgason 1929:175) og Guðbrandsbiblíu
(1584) (Bandle 1956:450). í síðari alda máli er svipaða sögu að segja
fram á 17. öld, en eftir það verða lengri afbrigðin á móti og móti æ al-
gengari og í nútímamáli eru þau nánast einhöfð.
A gmndvelli þeirra dæma sem tilgreind hafa verið í þessum kafla
og að teknu tilliti til orðabóka og uppflettirita má fá nokkuð glögga
mynd af aldursdreifingu forsetningarliða með stofnorðinu mót. Þess
ber vitaskuld að gæta að lengi er von á fleiri dæmum sem raskað gætu
myndinni en í stómm dráttum er þróunin ljós. I elsta máli era forsetn-
ingarliðimir á mót og á móti algengir en liðfellda myndin móti skýtur
upp kollinum á 13. öld og myndin mót er frá 14. öld og em þær algeng-
ar eftir það. Þær eru til vitnis um þá þróun sem að framan var leitast við
að gera grein fyrir, sbr. töflu 2 (alg. = algengt; sjaldg. = sjaldgæft):