Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 54
52 Jón G. Friðjónsson
til dvalar á stað. Fjölmörg fommálsdæmi benda í þessa átt, sbr.
(30)—(31);
(30) á/í mót í hreyfíngarmerkingu:
a. koma á mót e-m (fl3 (Leif, 104))
b. renna á mót e-m (fl3 (Leif, 65))
c. renna í mót e-m (fl3 (Pst, 220))
c. ganga í mót e-m (fl3 (Leif, 148))
(31) á/í móti í dvalarmerkingu:
a. Eigi er spekt og eigi er ráð á móti guði (sl2 (íslhóm, 58))
b. standa í móti (e-m) (sl3 (Mork, 270))
c. þeim var mest á móti skapi (sl3 (Barl, 63)) (‘dvöl’ > ‘gegn’)
d. kóngur stóð eigi á móti að ... (sl4 (Dín, 42)) (‘gegn’)
Af notkunardæmum úr fornu máli má þó sjá að þegar í elsta máli hef-
ur þessi regla riðlast þannig að lengri myndin á/í móti getur vísað til
hreyfingar og styttri myndin áti mót til dvalar. Þetta má sjá í (32) þar
sem dæmin eru flokkuð eftir því hver aðalsögnin er:
(32) átí mót = álí móti:
al. þessu á móti skal koma (sl2 (íslhóm, 157)) (‘hreyfing’)
a2. komu þau svör í mót (fl3 (ÓH, 410)) (‘hreyfing’)
bl. mæla á mót e-m (ml3 (Pst, 225)) (‘hreyfing’)
b2. mæla í mót e-m (fl3 (ÓH, 38)) (‘hreyfing’)
b3. mæla í móti e-m (fl3 (ÓH, 383)) (‘hreyfing’)
b4. mæla móti e-m (ml4 (Egla, 56. k.)) (‘hreyfing’)
b5. mæla at móti (e-u) (sl3 (Grg II, 391)) (‘hreyfing’)
cl. standa á mót e-u (f 13 (Leif, 44)) ('dvöl’)
c2. standa í móti e-u (sl3 (Mork, 270)) (‘dvöl’)
c3. standa á móti e-u (sl4 (Dín, 42)) (‘dvöl’)
c4. standa móti e-m (Klm, 76 (1400)) (‘dvöl’)
Skýring þessa er trúlega sú að stofnorðið mót hafi í umræddum for-
setningarliðum þegar í elsta máli glatað eigin merkingu en fengið þess
í stað málfræðilegt hlutverk sem var að hluta til tvírætt (stefna; af-
staða) þannig að andstæðan ‘hreyfing’ (þf.) : ‘dvöl’ (þgf.) verður um-
fröm og um leið losna umræddir forsetningarliðir úr tengslum við aðra