Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 55
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót 53
forsetningarliði sem halda eigin merkingu og lúta þeim lögmálum sem
gilda um andstæðuna ‘hreyfing’: ‘dvöl’. Elstu heimildir sýna að notk-
un afbrigðanna átí mót og á/í móti er afar óregluleg og bendir það til
þess að málnotkun hafi verið á reiki. í þessu sambandi er lærdómsríkt
að skoða dæmi sem fengin eru úr „sama riti“ sem kunnugt er í mis-
gömlum heimildum því að þá kemur í ljós að notkunin er afar fjöl-
breytileg. í (33)—(36) eru sýnd nokkur sýnishom:
(33) a. ... er þegar hafði búið veislu á mót bróður sínum (Sv, 7
(1300))
b. Þegar hafði hún búið veislu í móti honum (SvFlat III, 148
(1387-1395))
c. ... er þegar hafði búið veislu í mót honum (Sv81, 8
(1450-1475))
(34) a. þeim er veglega veislu gerði í móti honum (Sv, 12 (1300))
b. þeim er veglega veislu gerði á mót honum (SvEirsp, 266
(1300-1325))
c. þeim er veglega veislu bjó í móti honum (SvFlat III, 153
(1387-1395))
(35) a. var þá þegar blásið öllu liðinu í mót (Sv, 69 (1300))
b. þá var þegar blásið öllu liði á mót (SvEirsp, 317 (1300-1325))
c. Þá var blásið öllu liðinu til móts (Sv81, 82 (1450-1475))
(36) a. Gengu síðan Birkibeinar at móti þeim (Sv, 70 (1300))
b. og ganga upp enn Birkibeinar á móti (SvEirsp, 317 (1300-
1325))
C. og ganga upp enn Birkibeinar í móti (SvFlat III, 208
(1387-1395))
d. og ganga upp, en Birkibeinar út í móti (Sv81,83 (1450-1475))
I nútímamáli mun myndin á móti nánast einhöfð en hinar myndirnar
eru sjaldgæfar eða hafa dáið drottni sínum. Til yfirlits má sýna aldurs-
dreifíngu afbrigðanna a mót, á móti, í mót, í móti, móti og að móti í
toflu 3 (nokkrar hæstu tíðnitölur feitletraðar til glöggvunar):