Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 58
56
Jón G. Friðjónsson
verður gert ráð fyrir að fyrsta stig breytingarinnar sé fólgið í því að
stofnorðið móts í forsetningarliðnum til móts við hafi misst eigin
merkingu og fengið þess í stað hlutverksmerkingu og þá er jafnframt
unnt að fella brott hina upprunalegu forsetningu til. Annað skrefið er
svo það að við hlutverksorðið móts er bætt forsetningunni í (síðar á).
Aldursdreifing dæmanna styrkir þá tilgátu. Hér verður því leitast við
að gera grein fyrir ferlinu í þrennu lagi: til móts við > móts við (sjá
(40)), móts við > í móts við (sjá (41)) og móts við > á móts við (sjá
(48)).'
(40) til móts við > móts við:
a. Kom Rafn á mánudaginn móts við hann (ÁBp, 143
(1375-1400))
b. Kom Rafn á mánudaginn á móts við hann (*17 (Bisk I, 760))
c. biðja hann koma sem skjótast móts við sig í Steingríms-
fjörð (ÁBp, 142 (1375-1400))
d. ... í móts við ... (ÁBp, 142 (1600-1650)); ... til móts við ...
(ÁBp, 142(1600-1650))
e. Síðan fóru þeir móts við menn sína (Drei, 77 (1450-1475)) [Egils
saga einhenda]
f. eg skal fara móts við þá (Grettla, 206 (*1500))
g. móts við kongsson framríðandi (*17 (SigrgV, 119))
h. enn reynist ... ei svo fullur hluti sem ber móts við bænda-
hlutinn (ÞSkBr, 160 (1649))
i. teppti Brunná fyrir ofan og móts við Núpa (sl8 (JSt, 369))
j. það er móts við Ameríku (sl8 (Kvöld I, 3))
k. tunglið skein ... á vegginn sem var móts við (sl8 (Kvöld1,74))
Eins og sjá má eru elstu dæmi um breytinguna til móts við > móts við
frá því fyrir 1400. í þessu sambandi er þó mikilvægast að elstu dæmi
um næsta skref, breytinguna móts við > í móts við, eru yngri eða frá
15. öld. Þetta kemur fram í (41);
1 Rétt og skylt er að geta þess að ég átti þess kost að skoða seðlasafn Ámanefnd-
ar í Kaupmannahöfn og eru sum dæmanna fengin þaðan. Við aldursákvörðun hef ég
enn fremur mjög stuðst við lykilbók með ONP (Ordbog over det norrfine prosasprog,
sjá heimildaskrá).