Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 59
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót 57
(41) móts við > í móts við:
a. ... sjónhending í móts við staðinn á Munkaþverá (IslDipl,
333 (1439))
b. svo miklu sem á hvers þeirra hluta kæmi í móts við systur
sínar (DIIV, 231 (1479))
c. Nú kom njósnarmaður Vilmundar í móts við hann (Vilm, 190
(1450-1500))
d. ríður á land upp í móts við sinn feðr (15 (Kirj, 6))
e. eg mun flýta mér í móts við Hörð (sl5 (SigrgF, 92))
f. uxahúðin tekur yfir jörðina í móts viður annarra manna
jarðir (Æv, 112, vl. 15. öld)
g. þá jörð til langæðar byggt í móts við mig (GÞBr, 193 (1579))
h. Þetta er land jarðarinnar í móts við Rúfsstaði (ÞSkBr, 43
(1587))
Við lauslega könnun á textum sem til eru á skinni frá því fyrir 1500 og
yngri afritum kom í ljós að sjá má breytingu sem staðfestir það sem að
ofan var sagt. Þess eru mörg dæmi að í yngri afritum leysi yngri
myndir (móts, í/á móts) eldri myndirnar (til móts) af hólmi. Hér skulu
tilgreind fjögur dæmi um slíkt:
(42) a. lét Rafn hann aftur ríða til móts við Eirík (ÁBp, 142
(1375-1400))
b. lét Rafn hann aftur ríða í móts við Eirík (* 17 (Bisk I, 760))
(43) a. bjuggust síðan til móts við Eystein konung (sl5 (HalfdE,
100))
b. bjuggust síðan móts við Eystein konung (FNIII, 291))
(44) a. búast hvorir til móts við aðra (fl5 (Stsst, 28))
b. búast hvorir á móts við aðra (FNII, 354 (1700))
(45) a. hann sjálfur víkur til móts við Hálfðan konung (fl4 (HrGaut,
45))
b. hann sjálfur víkur móts við Hálfdan konung (*17 (FN III,
108))