Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 61
59
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót
(47) til móts við > móts við > í móts við
Fyrsta stig ferlisins er því að fs. til er felld brott þannig að liðurinn
móts við stendur einn sér og gegnir hlutverki hins lengra og uppruna-
legra orðasambands, þ.e. til móts við > móts við. Næsta skref er síðan
að liðurinn móts við er aukinn með smáorðinu í, þ. e móts við > í móts
við, trúlega með hliðsjón af i mót. Þriðja stigið er svo það að við hlut-
verksliðinn móts við er bætt smáorðinu á. Elstu dæmi um þá breytingu
eru frá 16. öld en þau verða naumast algeng fyrr en á 17. öld. Nokkur
dæmi eru gefin í (48):
(48) móts við > á móts við:
a. En þau fimm þúsund mælisköpt ... á móts við þau fimm
og tuttugu þúsund (sl6 (Esek 48,15 (GÞ));... gegnt þeim fimm
og tuttugu þúsundum (Stein); ... með fram tuttugu og fimm
þúsund álnunum (1912).
b. fullur hluti systur minnar ... á móts við Kristínu (ÞSkBr, 11
(1629))
c. ekki svo fullur ... hluti sem ber á móts við bændahlutinn
(ÞSkBr, 150 (1647))
d. ... upp héðan á móts við Staðarkirkju í Kinn (GíslÞBr, 35
(1665))
e. morgundagurinn sem mér varð vægjanlegur ... á móts við
hinn að telja (sl7 (JMPísl, 68))
f. Þar lá fjósadrengur á móts við mig (sl8 (JSt, 41))
g. fram með því gamla hrauni á móts við Hvol (sl8 (JSt, 369))
h. Segir ekki af ferðum hans fyrri en hann var kominn aftur út
á móts við Stokkseyri (sl9 (ÞjóðsJÁ 1,572)); Sóti komst rétt á
móts við bæinn í Berufirði (sl9 (ÞjóðsJÁ II, 82)); Hann ríður
því fram með henni [ánni], uns hann kemur fram á móts
við Saurbæ (sl9 (ÞjóðsJÁ 1,281)); vestan megin árinnar þar á
móts við (sl9 (ÞjóðsJÁ II, 80))
i. Hann vildi endilega að ég fylgdi sér vestur á móts við
bryggjuhús (ÓlDavDb, 282 (1882))
Af dæmum (48a-i) má draga þá ályktun að eigi síðar en á 16. öld sé
kominn fram nýr forsetningarliður: á móts við. Á það skal bent að