Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 62
60
Jón G. Friðjónsson
breytingin /' móts við > á móts við er hliðstæð breytingunum í mót > á
mót og í móti > á móti og allar eru þær frá svipuðum tíma, sbr. töflu
3. Með vísun til þess sem að framan greindi má gera ráð fyrir að þró-
unin hafi verið eftirfarandi:
(49) til móts við > móts við > í móts við > á móts við
Skilyrði breytingarinnar er eins og áður gat að eigin merking stofnlið-
arins hefur bliknað svo mjög að orðasambandið verður ógagnsætt og
fær ákveðið hlutverk (stefna; viðmiðun, samanburður). Þegar móts er
orðið að hlutverksorði er það aukið með smáorðum, fyrst í og síðar á,
trúlega með hliðsjón af sambærilegum orðasamböndum, sbr. á milli, á
meðal og á móti. í nútímamáli mun afbrigðið á móts við nánast ein-
haft, oftast í merkingunni ‘viðmiðun, samanburður’ (sbr. (50a-b))
‘stefna’ (sbr. (50c-d)):
(50) a. fátt [var] um listverslanir og söfn á móts við það sem nú er
(m20 (Vsv, 172))
b. En allt þetta finnst mér lítilfjörlegt á móts við þá ... breyt-
ingu að (m20 (Vsv, 87))
c. Þeir hittust á móts við ráðhúsið (s20)
d. Á móts við bæinn er hóll (s20)
e. bifreiðin var stöðvuð á 100 km hraða á móts við bensín-
stöðina (s20)
Breytinguna í móts við > á móts við má trúlega rekja til þess að notk-
un á er algeng í ýmsum öðrum hliðstæðum liðum, sbr. á mót/á móti,
á meðal og á milli.
4.4 Orðasambandið á við
Frá 18. öld og áfram eru kunn dæmi þar sem forsetningarliðurinn á við
e-n/e-ð er notaður í merkingunni ‘til jafns við e-n, á borð við e-n/e-ð’,
sbr. dæmin í (51):
(51) a. ... ríddu nú á við mig (sl8 (JSt, 130)) (‘jafn hratt og ég’)
b. í mér er ekki niðurlag á við einn sauð (sl9 (ÞjóðsJÁ I, 201))
c. trompmiði er á við fimm einfalda miða (s20)
d. ... merkja eyðibýli á við aðrar jarðir (s20)