Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 63
Þróun forsetningarliða með stofnorðinu mót 61
Ekki er unnt að skera úr um það svo að óyggjandi sé hver uppruni
orðasambandsins á við er en einkum virðast tvær skýringar álitlegar. í
fyrsta lagi kann hér að vera um að ræða liðfellt afbrigði af orðatiltæk-
inu vera á borð við, sbr. eftirfarandi dæmi:
(52) vera á borð við e-ð > vera á við e-ð
a. þótt þvílík brot sýnist á borð við hinar sakimar (sl7 (Deil,
22)) (‘jafnast við’)
b. og fleira á borð við þetta (sl8 (Sagnaþ, 17)) (‘sambærilegt
þessu’)
c. Rúbla er heill dalur rússískur á borð við vom krónuríkis-
dal (sl8 (Vinagl, 147))
d. hörmulegt að stiftsbókasafnið skyldi ætla að vera á borð
við lejebibliotek (ÚrfJÁ I, 79 (1858)) (‘sambærilegt’)
í dæmum (52a-d) er unnt að setja á við í stað á borð við án þess að
merking raskist og enn fremur er orðatiltækið vera á borð við e-n/e-ð
eldra en orðasambandið vera á við e-n/e-ð. Hvort tveggja gæti bent til
þess að orðasambandið vera á við e-nJe-ð sé dregið af orðatiltækinu,
það sé með öðrum orðum liðfellt afbrigði þess. Þess ber einnig að geta
að orðatiltækið vera á borð við e-n á sér ýmsar hliðstæður, t.d.: vera
á stærð/hæð/vöxt við e-n. — Hér er þó ekki allt sem sýnist og önnur
skýring er allt eins álitleg. Kunn eru eldri dæmi þar sem forsetningin
við virðist ein samsvara orðasambandinu til móts við, sbr. (53):
(53) til móts við e-n > við e-n
a. og vom þá fengnir til tveir að ausa til móts við hann ... Svo
segja sumir menn að átta jósu þeir við hann áður en lauk
(*sl5 (Grettla, 17. k.)) (‘á móti, jafn mikið’)
b. Beðið þykir mér Hrafnkell hafa þá sneypu að lengi mun
uppi vera þessi hans sneypa og er þetta við mikla fémuni
(*fl7 (Hrafnk., 12. k.)) (‘á við, jafnast við’)
Daemið úr Grettis sögu, (53a), er einkum athyglisvert í þessu sam-
bandi þar sem það virðist sýna svo að ekki verður um villst þróunina
ál móts við > við. Sé þessi skýring rétt eru dæmi (53a-b) til vitnis um
þróun sem ekki reyndist lífvænleg því að slík dæmi em ekki kunn úr
síðari alda máli. — Rétt er að geta þess að breytingin til móts við > við
a sér hliðstæðu úr fornu máli eins og sýnt er í (54):