Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 74
72
Jörgen Pind
þessu er ekki öll sagan sögð því í ljós hefur komið að hljóðgildi sér-
hljóða getur haft veruleg áhrif á skynjun hljóðlengdar. í 3. kafla verður
vikið að skynjun fráblásturs í íslensku. í 4. kafla verður greint frá nýleg-
um rannsóknum á skynjun aðblásturs í íslensku og þá einkum fjallað um
þau áhrif sem hljóðgildi undanfarandi sérhljóðs hefur á skynjunina.
1. Um fyrri rannsóknir á hljóðlengd og aðblæstri í íslensku
1.1 Lengd sérhljóða og samhljóða
Ekki þarf að fjölyrða um meginatriði í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði
þeirra hljóðkenna sem hér eru til athugunar. Um hljóðfræðina má með-
al annars vísa í rit Stefáns Einarssonar (1927), Garnes (1976) og Magn-
úsar Péturssonar (1974a) en um hljóðkerfisfræðina í rit Hreins Bene-
diktssonar (1963), Höskuldar Þráinssonar (1978) og Kristjáns Árna-
sonar (1980) auk margra annarra. í íslensku er gerður greinarmunur á
löngum og stuttum hljóðum í áhersluatkvæðum, þannig að langt sér-
hljóð fer á undan einu sérhljóði eða engu, að öðrum kosti er sérhljóðið
stutt, þó með þeirri undantekningu að á undan p, t, k, s + v, j, r er sér-
hljóðið langt. Nokkuð hefur verið deilt um það hvernig gera megi grein
fyrir þessari lengdaraðgreiningu innan hljóðkerfisfræðinnar, hvort rétt
sé að eigna sérhljóðinu aðgreinandi lengd eða þá samhljóðinu. Hafa
menn þá meðal annars freistað þess að ráða af hljóðfræðilegum mæl-
ingum hvort sérhljóðið eða samhljóðið sé skýrara hljóðkenni lengdar.
Athyglisvert er að niðurstöður slíkra rannsókna hafa stundum bent til
þess að einhver munur kunni að vera hér á norðlensku og sunnlensku
en verið misvísandi á hvem veg sá munur kynni að vera. Magnús Pét-
ursson (1978) taldi niðurstöður sínar benda til þess að lengdaraðgrein-
ing samhljóða væri skýrari í norðlensku en í sunnlensku, en Þorsteinn
G. Indriðason, Aðalsteinn Eyþórsson, Gunnar Þ. Halldórsson, Jóhann-
es G. Jónsson og Kristín Bjarnadóttir (1991) komust hins vegar að
þveröfugri niðurstöðu, sem sagt þeirni að samhljóðslengd væri „haldið
vel aðgreindri í sunnlensku og betur en í norðlensku“ (bls. 143^14).
1.2 Áhrif hlutfallslengdar á skynjun hljóðlengdar
Eg hef áður fært rök fyrir því (Jörgen Pind 1993) að erfitt væri að
draga slíkar ályktanir af þeim gögnum sem fyrir lágu vegna þess að