Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 90
88
Jörgen Pind
inga (sem er meðal annars mikilvægt hljóðkenni fyrir lokhljóð) eru
tíðnikenni. Erlendar rannsóknir á hegðun lengdarhljóðkenna hafa lík-
lega flestar snúist um skynjun aðröddunartíma (e. voice onset time,
oftast skammstafað VOT). Aðröddunartími er mikilvægt hljóðkenni
fyrir röddun og fráblástur lokhljóða og mælist sem tíminn frá
munnopnun lokhljóðs að röddun eftirfarandi sérhljóðs (sjá t.d. Lisker
og Abramson 1964).7 í íslensku er aðröddunartími um 20-35 ms í
ófráblásnu lokhljóðunum /b,d,g/ en um 80-100 ms í fráblásnu lok-
hljóðunum /p,t,k/ (Jörgen Pind 1997:60-63).
Fjölmargar rannsóknir (Miller 1981, 1987; Miller, Green og
Reeves 1986; Miller og Volaitis 1989; Jörgen Pind 1995c; Summer-
field 1981) hafa sýnt að aðröddunartími er háður talhraða rétt eins og
lengd annarra þeirra hljóðkenna sem hér hefur verið fjallað um. Fyrir
nokkrum árum birti ég nokkuð rækilegar mælingar á lengd aðröddun-
artíma í orðunum gala, galla, kala og Kalla í máli fjögurra íslenskra
málhafa. Lásu þeir hvert orð alloft og með misjöfnum hraða (Jörgen
Pind 1995c). í þessum mælingum var nokkur breidd í lengd aðrödd-
unartímans. Hann mældist að meðaltali 31 ms í orðunum gala og
galla en 80 ms í orðunum kala og Kalla. Áberandi var að aðröddun-
artími fkl lengdist verulega eftir því sem hægði á tali en aðröddunar-
tími /g/ hélst tiltölulega stöðugur óháð talhraða. Þessar niðurstöður eru
áþekkar þeim sem fundist hafa í öðrum málum (Kessinger og Blum-
stein 1997, Miller, Green og Reeves 1986).
Aðröddunartími hefur reynst eitt vinsælasta hljóðkennið í rann-
sóknum á talskynjun á síðustu áratugum. Frekar einfalt er að ákvarða
aðröddunartíma í talgervli, meðal annars í talgervli Klatts (Klatt 1980,
Klatt og Klatt 1990) sem hefur öðrum talgervlum fremur verið notað-
7 Af þessum sökum er aðröddunartími ekki endilega sama og fráblástur. Aðrödd-
unartími getur verið gerður úr fleiri hljóðkennum, t.d. hvellhljóði fremst í atkvæði
auk „fráblástursins" sem fylgir í kjölfar hans. í þessari grein verður orðið aðröddun-
artími notað þegar verið er að ræða um tiltekna frumbreytu í skynjunartilraunum og
er aðröddunartíminn þá breytilegur í röð áreita sem útbúin eru í talgervli eins og síð-
ar er lýst. Orðið fráblástur mun þó einnig verða notað þegar rætt er um hefðbundna
íslenska hljóðfræði og þegar rætt er um það sem hlustandinn skynjar. Þá má til dæm-
is orða það sem svo að hlustandinn skynji því aðeins fráblásið lokhljóð að aðröddun-
artíminn sé lengri en 40 ms eða svo.