Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 92
90
Jörgen Pind
svarar hröðu tali), miðlungi löng (460 ms, sem samsvarar eðlilegu
tali) eða löng (605 ms, sem samsvarar hægu tali) — hér er átt við raun-
lengd orðanna, öll orðin höfðu sama atkvæðafjölda. Skynjun aðrödd-
unartíma og hljóðlengdar var prófuð sérstaklega í tveim tilraunum. Of
langt mál er að rekja hér í smáatriðum hverjar niðurstöður urðu. í sem
skemmstu máli var skynjun hljóðlengdar með þeim hætti að skyn-
mörk langra og stuttra hljóða réðust af hlutfalli sérhljóðs af rímlengd
og fylgdu því þeim áreitisfasta sem margoft áður hefur verið nefndur
til sögunnar.
Allt annað varð uppi á teningnum þegar um skynjun aðröddunar
var að ræða því skynmörk aðröddunartíma færðust aðeins til um eina
ms (úr 36,4 í 37,8 ms) við það að orðin lengdust úr 360 í 605 ms. Þótt
sú færsla hafi reyndar verið tölfræðilega marktæk er hún greinilega
harla lítil og getur ekki á neinn hátt talist til marks um raunverulega
skynaðlögun. Þetta kemur betur í ljós á mynd 6 en á þeirri mynd hef
ég dregið upp mælingar á aðröddunartíma /g/ og /k/ í fyrmefndum
orðum (og sést greinilega hvemig aðröddunartími /k/ lengist eftir því
sem áhersluatkvæðið lengist við hægara tal). Auk þess er á myndinni
að finna skynmörk sem tauganet — af því tagi sem áður er lýst — var
látið spá fyrir um (Jörgen Pind 1999c). Til samanburðar em svo nið-
urstöður hlustenda (Jörgen Pind 1995c). Augljóst er að halli línanna
tveggja, sem sýna annars vegar skynmörk tauganetsins, hins vegar
skynmörk hlustenda, er gjörólíkur. Verður af því ekki annað ályktað
en að skynaðlögun aðröddunartíma hjá hlustendum sé afar takmörkuð
og með allt öðmm hætti en þegar um skynjun hljóðlengdar er að ræða.
Af þessu er einnig greinilegt að þótt aðröddunartími og hljóðlengd séu
hvort tveggja lengdarhljóðkenni er skynjun þeirra býsna ólík. Ekki er
vel ljóst hvað veldur þessum mun. Þó er hægt að ímynda sér að skynj-
un aðröddunartíma feli í sér einhvers konar mismunargreiningu. Svo
er að sjá sem tiltölulega fastur sáleðlisfræðilegur þröskuldur sé fyrir
skynjun á mismun á upphafstíma tveggja hljóða, nálægt 30 ms (sbr.
Pisoni 1977). Líta má svo á að skynjun aðröddunartíma feli í sér
skynjun tveggja hljóðatburða, þ.e. hvells, sem fylgir munnopnun, og
röddunar eftirfarandi sérhljóðs. Til að skynja þennan mun þarf ákveð-
inn lágmarkstímamun — ef honum er náð heyra menn fráblásið hljóð
og skiptir lengd þess sem á eftir fer ekki miklu máli. Af þeim sökum