Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 100
98
Jörgen Pind
ætti að draga úr líkunum á því að hlustendur heyri aðblástur, rétt eins
og ef sérhljóðið hefði verið lengt.
Þessi tilgáta var könnuð í nýlegri rannsókn (Jörgen Pind 1998) og
er skemmst frá því að segja að hún hlaut staðfestingu. í þessari tilraun
voru notuð áreiti sem útbúin voru í talgervli Klatts. Þetta voru dæmi
um orðin sek, segg og sekk. Tvö grunnáreiti voru fyrst útbúin, annað
var orðið sek þar sem sérhljóðið var 240 ms en lokunin 160 ms, hitt
var orðið segg þar sem sérhljóðið var 108 ms að lengd en lokunin 292
ms. Rímlengd var því sú sama í báðum áreitum eða 400 ms. Hvort
þessara áreita var útbúið í þremur gerðum þar sem höfð voru ólík gildi
á fyrsta og öðrum formanda. í einni gerðinni var F1 = 475 Hz en F2
= 1800 Hz. Þetta eru dæmigerð gildi fyrir langt [e:]. í annarri gerðinni
var F1 = 550 Hz en F2 = 1600 Hz sem er dæmigert fyrir stutt [e]. Loks
var ein gerð þar sem F1 og F2 lágu þama á milli, F1 var = 510 Hz og
F2 = 1700 Hz. Tíðni efri formenda var ætíð eins, F3 = 2600 Hz, F4 =
3250 Hz og F5 = 3700 Hz. í hverri þessara 6 áreitaraða var afröddun-
artími svo breytilegur í 10 þrepum frá 0 að 72 ms. Áreiti í þessari til-
raun voru því alls 60 (3 ólík gildi F1/F2 X 2 ólíkar raunlengdir sér-
hljóðs og samhljóðs X 10 mislangar sneiðar afröddunar).
Alls tóku þrettán hlustendur þátt í hlustunartilrauninni. í tilrauninni
mátu þeir hverju sinni hvort áreitið sem þeir heyrðu hljómaði sem orð-
ið sek, segg eða sekk. Niðurstöður tilraunarinnar sjást á mynd 9.
Myndin skiptist í 6 hluta sem ræðst af þeim gildum sem F1/F2 og
sérhljóðs- og samhljóðslengd hafði í hverri áreitaröð. Fram kemur af
myndinni að báðir þættirnir, hljóðlengd og formendur, hafa áhrif á
skynjun aðblásturs. Hér beinist áhugi okkar einkum að áhrifum
hljóðrófsins. Þau áhrif koma fram á þann hátt að hlutfall sekk-svarana
eykst eftir því sem tíðni formenda breytist frá því sem er dæmigert
fyrir langt [e:] — efst á myndinni — í það sem er dæmigert fyrir stutt
[e] —neðst á myndinni. í áreitunum með 108 ms langt [e] fjölgar
sekk-svörunum úr 39% í 51,9% við þessa breytingu á tíðni formenda.
I áreitunum sem höfðu 240 ms langt [e] fjölgar íekk-svörunum úr 16
í 36,6% (tölur eru hér eðlilega lægri vegna þess að sérhljóðið er lengra
— en það vinnur gegn skynjun aðblásturs eins og fyrr er rakið).
Af þessu má ráða að lengd afröddunartíma ræður ekki ein því hvort
hlustendur skynja aðblástur í orðum eða ekki. Skynjun aðblásturs velt-