Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 103
Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs íslensku II 101
fram sem stutt [e] þannig að það hljómi sem eðlilegt langt [e:]. Öfugt
er ekki heldur hægt að stytta langt [e:] þannig að úr verði trúverðugt
stutt [e]. (Slíkar aðgerðar er hins vegar vel unnt að gera á sérhljóðinu
[a].) Áhrif hljóðrófsins í sérhljóðinu [e] á skynjaða lengd þess eru því
greinileg og athyglisvert er — og í samræmi við rannsóknartilgátu —
að þessi áhrif koma líka fram í skynjun aðblásturs. íslenskir hlustend-
ur heyra ógjaman aðblástur ef hljóðróf undanfarandi sérhljóðs bendir
til þess að það sé langt jafnvel þótt raunlengd þess segi að það sé stutt.
Af þessu má ráða að skynjun lengdarhljóðkenna í íslensku er tölu-
vert margbrotnari en gert var ráð fyrir áður (Jörgen Pind 1993) og velt-
ur á samspili ólíkra hljóðkenna sem hlustendur eru afar næmir á. Vís-
ast koma jafnvel enn fleiri þættir þar við sögu en þeir sem rannsakað-
ir hafa verið til þessa þótt þeir tveir sem hér hafa verið gerðir að um-
talsefni, lengdarhlutföll og hljóðgildi, vegi líklega þyngst. Hitt er
einnig athyglisvert að annað lengdarhljóðkenni, aðröddunartími, sem
hefur verið mikið rannsakað í öðrum tungumálum, hegðar sér að
mörgu leyti ólíkt hljóðkennum lengdar og afröddunartíma og sést af
því að skynjun lengdarhljóðkenna er æði margbrotin og tekur mið af
stöðu þeirra í hljóðkerfi hvers máls.
HEIMILDIR
Ásta Svavarsdóttir, Halldór Ármann Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Kon-
ráðsson. 1982. Formendur íslenskra sérhljóða. íslenskt mál og almenn málfrœði
4:63-85.
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Bladon, Anthony. 1986. Phonetics for Hearers. G. McGregor (ritstj.): Language for
Hearers, bls. 1-24. Pergamon Press, Oxford.
Elman, Jeffrey L., Elizabeth Bates, Mark H. Johnson, Annette Karmiloff-Smith,
Domenico Parisi og Kim Plunkett. 1996. Rethinking Innateness. MIT Press,
Cambridge, Mass.
Flanagan, James L. 1972. Speech Analysis, Synthesis and Perception. Springer-
Verlag, Berlin.
Garnes, Sara. 1976. Quantity in Icelandic: Production and Perception. Helmut Buske
Verlag, Hamburg.
Gibson, James J. 1959. Perception as a Function of Stimulation. S. Koch (ritstj.):
Psychology: A Study ofa Science. Volume I. Sensory, Perceptual and Physiolog-
ical Formulations, bls. 456-601. McGraw-Hill Book Company, New York.