Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 114
112
Þorsteinn G. lndriðason
Það sem nefnt er í (6) er auðvitað einungis lýsing en ekki skýring í
sjálfu sér á því af hverju við fáum stundum stofnsamsetningar og
stundum eignarfallssamsetningar. Til eru nefnilega margar undantekn-
ingar frá þessari reglu og Baldur nefnir sumar þeirra. Hann ræðir í því
sambandi samsetningar með forliðunum saltfisk-, kísilgúr-, kísilmálm-
og járnblendi- í samsettu orðunum saltfisk-breiða, kísilgúr-verk-
smiðja, kísilmálm-verksmiðja og járnblendi-verksmiðja. Nokkur at-
riði segir Baldur koma til greina til að skýra þetta og tekur forliðinn
saltfisk- sem dæmi. Hann veltir því fyrir sér hvort það geti verið að
saltfisk- sé að verða ósamsett orð í hugum fólks, en er þó efins um að
það dugi hér vegna þess að orðið er samt sem áður tvíkvætt og ætti því
að fá eignarfallsendingu. í öðru lagi telur hann hugsanlegt að menn
skipti orðinu ranglega og að skiptingin sé salt-fiskbreiða í stað salt-
fisk-breiða. í þriðja lagi nefnir Baldur hljóðskipun sem hugsanlega
skýringu, líkt og haft var eftir Eiríki hér fyrr. Eignarfallsendingin sé
ekki notuð þama vegna þess að þá komi fjögur samhljóð í röð á sam-
setningarmótum, sbr. kísilmálm-s-verksmiðja, nú eða fimm eins og í
saltfisk-s-framleiðsla. Ekki veit ég hvort þetta dugi sem skýring því
það ætti þá að vera í lagi að nota endinguna í orðum eins og kísilgúr-
s-verksmiðja, þar sem aðeins er þriggja samhljóða klasi og enn frekar
í járnblendi-s-verksmiðja vegna þess að þar er aðeins um tvö sam-
hljóð að ræða. í fjórða og síðasta lagi nefnir Baldur (1987:98) þann
möguleika að reglan um skyldubundið eignarfall í samsettum forlið-
um sé „beinlínis röng eða bundin við tiltekna stofna".
Sé litið nánar á eignarfallssamsetningar kemur ýmislegt forvitni-
legt í ljós. Svo virðist nefnilega að í mörgum tilvikum sé merkingar-
munur milli eignarfallssamsetninga og stofnsamsetninga. í dæmunum
borð-plata og skrifborð-s-plata, sem oft eru nefnd til þess að skýra
sambandið á milli eignarfallssamsetninga og stofnsamsetninga, að
vísu formlega, kemur í ljós að það er munur á merkingartengslum orð-
hlutanna. Stofnsamsetta orðið borð-plata merkir ‘ákveðna tegund af
plötu’, þ.e. ‘plötu á borð’, en skrifborð-s-plata merkir ‘plata skrif-
borðs’ eða ‘plata á tiltekna tegund borðs’. í seinna dæminu er að finna
ákveðin tengsl við setningarliði með höfuðorði og eignarfallseinkunn
og reyndin er að margar eignarfallssamsetningar mynda þannig tengsl-