Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 118
116
Þorsteinn G. Indriðason
2.3 Tengihljóðssamsetningar og eignarfallssamsetningar
Tengihljóðin a, i, u eru þau sérhljóð sem algengust eru í áherslulaus-
um atkvæðum í íslensku. Hlutverk þeirra er ekki alltaf vel ljóst í sam-
settum orðum. Þau virðast stundum lagfæra hljóðskipun og hrynjandi
en það er ekki algilt. I (14) eru dæmi um tengihljóðssamsetningar í ís-
lensku (sjá Jóhönnu Barðdal 1992:4-5):
(14) a. -a-\ nauð-a-líkur, vit-a-skuld, tóm-a-hljóð
b. glæs-i-skepna, refs-i-aðgerð, vís-i-fingur
c. -u-\ för-u-neyti, skip-u-lag, ráð-u-nautur
Eina tegund samsettra orða má nefna í viðbót sem talin hefur verið til
tengihljóðssamsetninga. Tengihljóðið þar er að vísu ekki sérhljóð eins
og algengast er heldur samhljóðið -s-, en það virðist gegna sams kon-
ar hlutverki og hin tengihljóðin. Það er a.m.k. ekki beygingarending
því ekki er um eignarfallsmyndir viðkomandi orða að ræða í forliðn-
um. Dæmi um þessa tegund eru sýnd í (15):
(15) a. leikfimi-s-hús
b. keppni-s-maður
c. athygli-s-verður
Þetta tengihljóð virðist algengast í ákveðinni tegund forliða, þ.e. fleir-
kvæðum kvenkynsorðum sem enda á -/' í stofni, breytast ekki eftir föll-
um og eru yflrleitt eintöluorð. Þetta er þó ekki einboðið eins og bráð-
um verður ljóst. Fleiri dæmi um slrka forliði eru sýnd í (16), sbr. Jó-
hönnu Barðdal (1992:3):
(16) a. bræði-s-kast
b. feimni-s-legur
c. hræsni-s-fullur
d. nærfæmi-s-lega
e. stríðni-s-púki
Hér er athyglisvert að tengihljóðið getur líka staðið á undan viðskeyt-
um, sbr. (16b—d), líkt og „endingamar“ í dæmunum í (13) hér fyrr.
Ef við berum tengihljóðin a, i, u saman við eignarfallsendingar
kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eins og áður hefur komið fram eru
-a og -u eru mjög algengar eignarfallsendingar í íslensku, sbr. (17):