Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 120
118
Þorsteinn G. Indriðason
E.t.v. er notkun tengihljóðanna a, i, u frábrugðin notkun tengihljóðs-
ins ,y. Tengisérhljóðin virðast bundin við ákveðna stofna og því vart
notuð í virkri orðmyndun en það virðist hægt að nota ,y í fjölbreyttara
samhengi. Dæmin í (20) benda til þess að s sem tengihljóð sé í sókn í
íslensku. Athyglisvert er hins vegar að öll tengihljóðin nema i koma
líka fyrir sem eignarfallsendingar.
Fróðlegt er í þessu samhengi að skoða muninn á a, i, u annars
vegar og s hins vegar í ljósi hugmynda Aronoffs og Anshens (1998)
um það hver séu innbyrðis tengsl orðasafnsins og orðhlutafræðinnar
(sjá annars 4. kafla). Aronoff og Anshen halda því nefnilega fram að
samsetningar sem hafa að geyma orðhluta sem ekki hafi fyrirsegjan-
lega eða ljósa merkingu séu geymdar sem slíkar í orðasafni málfræð-
innar. Samsetningar sem hafi fyrirsegjanlega merkingu séu aftur á
móti myndaðar með virkum reglum í orðhlutafræðinni í hvert skipti
sem þær eru notaðar. Sumar tengihljóðssamsetningar með a, i, u
virðast hafa þessi einkenni, þ.e. það er oft erfitt að ráða í merkingu
forliða þeirra án þess að seinni liðurinn fylgi með (sbr. dæmin með
vita-, vísi-,föru-), þótt forliðirnir minni kannski óljóst á einhver orð
sem gætu verið skyldrar merkingar, sbr. það að vita- gæti haft eitt-
hvað með vit- að gera, vísi- með sögnina vísa ogföru- með sögnina
fara,12
Flest dæmi með tengihljóðinu 5 virðast hins vegar hliðstæðar (ana-
lógískar) myndanir við eignarfallssamsetningar með .v-endingum og
merking hvors liðar er yfirleitt ljós og merkingartengslin gagnsæ. Því
gæti maður ályktað sem svo að tengihljóðssamsetningar með -s- væru
12 Þessi orð eru þvf ekki alveg eins ógagnsæ og hin svokölluðu „berjaorð" í ensku
(e. cranberry words, sjá t.d. Katamba 1993:322-23) þótt þau minni nokkuð á þau.
Orð af þeirri tegund eru t. d. cran-berry og straw-berry. Einkenni þeirra eru þau að
forliðurinn öðlast ekki merkingu nema í tengslum við seinni liðinn, þ. e. merking sam-
setta orðsins verður ekki ljós nema með því að skoða það í heild sinni. Aronoff (1976)
notaði orð af þessari gerð upphaflega til þess að sýna fram á að það væri sjálft orðið
en ekki myndanið sem væri grunneining orðhlutafræðinnar. Það væri ekki í öllum tii-
vikum hægt að ráða merkingu samsettra orða af samanlagðri merkingu einstakra hluta
þeirra. „Berjaliðimir" öðlast sem sagt ekki merkingu nema í samhengi við aðra liði,
og því er ekki hægt að halda því fram að myndanið sé í öllum tilvikum minnsta merk-
ingarbæra eining málsins.