Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 135
Um eignarfallssamsetningar og aðrar ... í íslensku 133
orðum ((44a)), milli stofns og beygingarendingar ((44b)) og milli
stofns og beygingarendingar í eignarfallssamsetningunni ((44c)):
(44) a. lag-net [layned]
b. sag-na [sagna]
c. sag-na-mað-ur [sagnamaðdr]
Ef skipulagið í (41) væri rétt samkvæmt skilyrðinu um samfellda
regluvirkni, ætti lokhljóðunin einnig að virka milli stofna í stofnsam-
settum orðum úr því hún virkar í beygingarlögunum báðum.
Samkvæmt ofansögðu hníga að því rök að við verðum að skilja á
mdli myndunar stofnsamsettra orða annars vegar og hins vegar mynd-
unar eignarfallssamsettra orða í skilningi orðhlutahljóðkerfisfræðinn-
ar- Það liggur sem sagt nokkuð ljóst fyrir að ekki er hægt að gera við-
unandi grein fyrir myndun eignarfallssamsetninga innan orðasafnsins
°g því verður að leita út fyrir það.18 19
Með því að gera ráð fyrir því að myndun stofnsamsettra orða og
margra eignarfallssamsetninga fari ekki fram á sama stað í málkerfinu
má gera grein fyrir því hver er að hluta munur þessara tegunda sam-
Settra orða, og um leið skýra hvers vegna við fáum t.d. ekki alltaf
18
Skipulag orðasafns sem gerir ráð fyrir beygingunni á eftir samsetningunni og
næst setningahlutanum hefur reynst ágætlega við að lýsa sambandi orðhlutafræði og
setningafræði í mörgum tungumálum. Með slíku skipulagi er hægt að lýsa því að setn-
'igafræðireglur haft greiðan aðgang að beygingunni, eða geti „séð“ inn í efsta lag
orðasafnsins (næst setningahluta). Þannig hafa menn haft hugmyndir um að bygging
malfræðinnar í málum eins og ensku, þýsku, ítölsku, hollensku, mandann og mala-
Jalam sé með slíkum hætti (sjá Kristínu Bjarnadóttur 1996:55, nmgr. 43).
Að vísu er sá möguleiki fyrir hendi að forliðir og seinni liðir eignarfallssam-
Sctninga séu myndaðir hvor fyrir sig í orðasafninu og síðan sé þeim skeytt saman í
samsetningarlaginu, þ.e. að beygingarlagið sé þá staðsett á „undan“ samsetningarlag-
*nu’ 1 skilningi orðhlutahljóðkerfisfræðinnar. Þessi möguleiki er töluvert ræddur hjá
°rsteini G. Indriðasyni (1994, 6. kafla). Vandamálið er hins vegar eftir sem áður að
Þa verður að skilja í beygingarlaginu á milli þeirrar beygingar annars vegar sem setn-
'ngagerðin tekur mið af og tekur yfir allt orðið og svo eignarfallsins hins vegar. í slíku
erft væri þessum beygingartegundum gert jafn hátt undir höfði, ef svo má að orði
'omast. Kristín Bjamadóttir (1996) hefur svo gagnrýnt þessa leið og nefnir ýmis rök
moti henni, og reyndar beinist gagnrýni hennar ekki síst að orðasafnshljóðkerfisfræð-
lnni sjálfri.