Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 144
142
Þorsteinn G. Indriðason
5.6 Samanburður við norsku ogfœreysku
Forvitnilegt er að bera gerðir samsettra orða í íslensku saman við svip-
aðar gerðir í norsku og færeysku. Sem kunnugt er einfaldaðist falla-
kerfið í norsku að mun á fyrri öldum. Sú einföldun virðist hafa haft í
för með sér að eignarfallsendingar í mörgum eignarfallssamsetningum
voru endurtúlkaðar sem tengihljóð. Um þessar eignarfallsendingar
segja t.a.m. Faarlund o.fl. (1997:62): „Dette er opprinnelig genitiv-
endelser, men de har i modeme norsk snarere en slags sammenbind-
ingsfunksjon". Og Næs (1979:217) segir nánar um þetta að gömlu
eignarfallsendingamar -ar, -u og -a (-na) hafi verið endurtúlkaðar sem
tengihljóðið -e og að einungis það sé notað í samsettum orðum. Næs
(1979:396) nefnir í þessu sambandi samsettu orðin best-e-far, dreng-
e-stue, gjest-e-rom, sekk-e-band, s0nn-e-s0nn, bygd-e-skikk og jul-e-
dag sem dæmi þar sem í fomu máli komu fyrir eignarfallsendingar.
Um hlutverk tengihljóðanna í nútímanorsku segir Næs (1979:396)
enn fremur: „I modeme N er bindevokalen blitt et eufonisk element.
Den mangler hvor den kunne vært som kasusrest, og den kommer ofte
med for á hindre kons.-opphopning“. Tengihljóðin eru sem sagt kom-
in úr öllum tengslum við beygingarendingar í norsku og hlutverk þeirra
er einkum orðið það að koma í veg fyrir erfiða samhljóðaklasa á skil-
um samsettra orða. Næs nefnir sem dæmi um þetta sild-e-fiske í stað
síld-fiski úr fomu máli, einnig fisk-e-bein í stað fisk-bein og t.d. hest-
e-hage í stað hest-hagi. Hins vegar er stundum hægt í norsku að tjá
merkingarmun með mismunandi „tengihljóðum“, sbr. gud-s-tro ‘trú á
einn guð’ og gud-e-tro ‘trú á fleiri guði’. Að sögn Næs (1979:396) er
ein afleiðing af einföldun fallakerfisins í norsku fólgin í því að þar er
tilhneiging til þess að mynda frekar stofnsamsett orð þar sem stofn-
samsett og tengihljóðssamsett orð koma til greina, sbr. dæmin Ver-a-
dal > Ver-dal og Hell-u-land > Hel-land.
Þó varlega ætti að fara í allan samanburð af þessu tagi á milli mála
þá er ekki ólíklegt að vegna einföldunar fallakerfisins hafi komið upp
allskyns tengihljóð í norsku þar sem áður vom eignarfallsendingar.
Spumingin er þá sú hvort heimfæra megi eitthvað af þessu yfir á ís-
lensku líka. Þar heldur fallakerfið að vísu vel velli og vinnur á móti
slíkri endurtúlkun á eignarfallsendingunum, en þó má sjá ýmis merki