Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 148
146
Þorsteinn G. Indriðason
merkingartengsl eru ekki fyrir hendi, þannig að sumar þessara endinga
eru meira í ætt við tengihljóð en raunverulegar eignarfallsendingar.
Loks var drepið á þann möguleika í lok 5. kafla að kannski væru þær
eignarfallssamsetningar sem hafa skýr merkingarleg tengsl milli höfuð-
orðs og einkunnar fastheldnari á eignarfallsendingamar en hinar þar
sem þessi tengsl eru ekki eins skýr. í því efni koma þó upp erfiðar spum-
ingar um orsök og afleiðingu svo ekki var farið nánar út í þá sálma.
Þriðja spumingin fjallaði um eðli og einkenni tengihljóða. í grein-
inni er komist að þeirri niðurstöðu að tengihljóðum megi skipta í a, i,
u annars vegar og s hins vegar. Því var haldið fram að notkun s sem
tengihljóðs virðist vera nokkuð algeng og í sókn, sennilega vegna lík-
inda við eignarfalls -5, en gömlu áherslulausu sérhljóðin em oft hluti
stofna sem hafa ekki skýra merkingu út af fyrir sig og öðlast hana fyrst
og fremst í tengslum við aðra liði. Þetta er þó að nokkru ókannað mál.
Þó ekki hafi gefist rúm til þess hér að kanna til hlítar þær eignar-
fallssamsetningar sem ekki hafa skýr merkingarleg og formleg tengsl
við setningarliði með eignarfallssamsetningum, þá væri full ástæða til
þess að líta nánar á þær. Einkum væri forvitnilegt að athuga hvort
„endingar“ þeirra hafi í einhverjum tilvikum þróast yfir í það að vera
tengihljóð, líkt og gerðist í norsku fyrr á öldum, vegna þess að beyg-
ingarlegt hlutverk þeirra er óljóst eða ekki lengur fyrir hendi. Eins er
ekki síður forvitnilegt að velta fyrir sér merkingarlegum tengslum liða
í stofnsamsetningum, þó það verði ekki gert hér. Rannsóknir á tengsl-
um eignarfallssamsetninga, stofnsamsetninga og tengihljóðssamsetn-
inga eru að mörgu leyti óplægður akur enn, þó að í þessari grein hafi
verið reynt að róta upp ýmsu sem gæti aukið skilning á þeim tengsl-
um.
HEIMILDIR
Allen, Margaret. 1978. Morphological Investigations. Óútgefin doktorsritgerð, Uni-
versity of Connecticut.
Anderson, Stephen R. 1988. Inflection. Michael Hammond og Michael Noonan (rit-
stj.): Theoretical Morphology, bls. 23—45. Academic Press, San Diego.
Aronoff, Mark. 1976. Word Formation in Generative Grammar. MIT Press,
Cambridge, Massachusetts.