Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 154
152
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
um erfiðari en ella ef margyrtur liður átti að standa í eignarfalli, og
honum var óeiginlegt að láta eignarfall stýrast af sögnum eða öðrum
forsetningum en til og milli. Þar er að vísu um fallstýringu að ræða
sem ekki á mikið erindi inn í barnamál, en ég þóttist merkja að eign-
arfallssambönd eins og spyrja e-s eða án e-s væru ekki meðal þeirra
fullorðinslegu máleinkenna sem hann brá fyrir sig þegar hann var ný-
búinn að heyra mig beita þeim. Og nú, þegar hann hefur átt heima í
Svíþjóð í rúmt ár og er orðinn liprari í sænsku en íslensku, þá er notk-
un eignarfallsins eitt af því fáa sem merkjanlega hefur hrakað í ís-
lenskunni hjá honum. Hvað er til hverjum? segir hann um jólapakka
— og ekki með þessu pínulitla hiki sem oft fylgdi beygingarvillunum
hans og gaf til kynna að nú væri það stig máltökunnar að nálgast þeg-
ar hann færi að gefa viðkomandi atriði gaum. Jafnhiklaust lætur hann
milli og án stýra þgf.
Auk þess að „fallmörkunin fari úr skorðum“, ekki síst „í löngum
og flóknum setningum“ bendir Ásta á (1994:12) að „fallstjóm ákveð-
inna forsetninga, t.d. auk, sé að breytast". Hið sama mætti víst segja
um ákveðnar sagnir sem sjaldan taka andlag í mæltu máli, t.d. spyrja.
Spurðu mig spurningum er dæmi sem ég man eftir úr bamamáli. Hins
vegar telur Ásta „ekki um eignarfallsflótta að ræða heldur breytta
eignarfallsendingu“ (1994:12, nánar bls. 8-10) þegar tiltekin sterk
kvenkynsorð, sem taka -n-endingu í þf. og þgf., fá hana einnig í ef. í
stað -ar í hefðbundinni beygingu. Þar nefnir hún til orð með við-
skeytið -ing auk vissra kvenmannsnafna.
Flóknara mál
Það sem hér hefur verið haft eftir Ástu er nú vafalaust rétt í aðalatrið-
um. Þess ber þó að gæta að þessi málnotkun hvor tveggja, bæði breytt
fallstjóm og ný eignarfallsending, mun að talsverðu leyti vera blönd-
uð, sami málhafi láti sama fallvaldinn stundum taka eignarfall og
stundum ekki, eða sama kvenkynsorðið stundum fá -ar-endingu og
stundum -u.
Á tengslum þessara fyrirbæra gerði ég athugun, sem að vísu er i
lauslegasta lagi. Ég notaði leitarvélina leit.is á Veraldarvef sem hefur
aðgang að gríðarmiklu textamagni á íslenskum vefsíðum. Ritmyndin