Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 155
153
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
vegna (sjálfsagt langoftast forsetningin) fannst t.d. í rúmlega 29 þús-
und skjölum þegar ég gáði fyrst (til hins vegar í næstum 233 þúsund!),
en síðar í yfir 32 þúsund skjölum. Til marks um málsnið í þessum text-
um má nefna að vélin fann 559 dæmi (eða skjöl öllu heldur, dæmin
gætu verið fleiri en eitt í hverju) um mig langar (sem er nauðafátt í
muninni og sýnir að þetta eru mest ópersónulegir textar og þá væntan-
lega stílaðir sem ritmál) en ekki nema 31 um mér langar. Þau voru
flest á heimasíðum skólafólks, nokkur í söngtextum og í textum af
spjallrásum (þar getur sama dæmið gengið aftur í fleiri skjölum þegar
bréfritarar láta fylgja afrit af því sem þeir eru að svara), en tvö voru úr
málvöndunarumfjöllun. Þama er sem sagt ekki mikið magn af óþving-
uðu hversdagsmáli.
Núnú, athugunin fólst í því að leita að dæmum um ritmyndirnar til
°g vegna með eftirfarandi aukningu eða aukningar, eflingu eða efling-
ar, styrkingu eða styrkingar. Alls fann vélin 505 skjöl með til ásamt
einhverri hinna sex nafnorðsmynda. Af þeim voru 503 með hefð-
bundnu endinguna -ar, aðeins tvö með -u (í báðum tilvikum til aukn-
ln§u). Dæmin með vegna voru líka tvö um -n-endingu (vegna aukn-
lngu, vegna styrkingu), en ekki tvö af 505 heldur af 26, sem sagt tutt-
ugu sinnum fleiri að tiltölu ef marka mætti svo lágar tölur.
Nú er ekki gefið að öll þessi dæmi séu raunverulega um forsetning-
ar ásamt andlagi sínu. Hitt er líka hugsanlegt að á eftir orðasambandi
eins og mín vegna/þess vegna/allra hluta vegna eða mikið til/austan
állhalda sér til haldi setningin áfram með orðmynd eins og aukningu
eða styrkingar. Hvort svo væri aðgætti ég aðeins í þeim dæmum þar
Sem orðin tóku -w-endingu. Þar var ekki um slíkar skýringar að ræða,
hins vegar varð ég að henda út einu dæmi þar sem tölvan las saman
vegna aukningu þótt orðin stæðu raunar hvort í sínum dálki. Hin fjög-
Ur (tvö af vefsíðum fjármálafyrirtækja, eitt frá ríkisstofnun og eitt frá
sveitarfélagi — sem sagt öll af vettvangi ,,stofnanamálsins“) eru hins
Vegar ekta, en þau voru þessi:
(2)a. leiðir til aukningu
b. má rekja til aukningu
c. vegna aukningu stöðugilda
d. vegna styrkingu krónunnar