Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 156
154
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Sams konar dæmum leitaði ég að í Gagnasafni Morgunblaðsins (leit-
arvélin er ekki svo mögnuð að hafa aðgang að því), fann reyndar eitt,
en það var málfarsdæmi í móðurmálsþætti Gísla Jónssonar.
Fjögur dæmi duga auðvitað ekki til neinna tölfræðilegra fullyrð-
inga. Þau benda þó til þess að sjaldgæfari forsetningin, vegna, sé æði
miklu líklegri til þess en til að stýra afbrigðilegu fallmyndunum. Og
er þá ekki einhlít sú skýring að nafnorðin hafi hreinlega skipt um end-
ingu í eignarfalli, heldur hafa þau fengið þar tvímyndir (líkt og lækj-
arAæks, veggjar/veggs, Haraldar/Haralds) þar sem -ar-endingin er
merktari og þarf sterkari eða ótvíræðari fallstýringu. Ekki kemur til
greina að forsetningin vegna sé hreint og beint hætt að stýra eignar-
falli í máli þeirra höfunda sem þama eiga í hlut (um auk kann að
gegna öðm máli) en hún er ekki eins sterkur fallvaldur og til. Eignar-
fallssagnir býst ég við að séu yfirleitt fremur veikir fallvaldar, en nafn-
orð stýrir eignarfalli einkunnar af miklum krafti. Ég yrði t.d. ekki
hissa þó að málhafi segði til drottningu en hins vegar að flugvél
drottningar hefði nauðlent á Egilsstöðum.
Að eignarfallsendingin -ar standi höllum fæti í beygingu kven-
kynsorða er ekki einskorðað við þau orð sem taka -u í þf. og þgf. Leit-
arvélin færði mér t.d. dæmið vegna fjölgun banaslysa í umferðinni. A
vefnum var ég að rekast á ummæli um grein á heimasíðu Hollustu-
vernd ríkisins, og úr útvarpi er mér minnisstætt margítrekað tal um
afla eða áhöfn eða síðustu veiðiferð Akureyrinnar, þ.e. togarans með
því nafni; þar fer ekkert á milli mála um fallstjómina, endingin bara
týnd.
Þarna er sem sagt fátt um skýrar línur. Tilhneiging er til þess að
nota ómerkt eignarfall af vissum kvenkynsorðum (ég veit ekki ná-
kvæmlega hverjum), en hún er misjafnlega sterk eftir því hvemig fall-
stjóm er háttað og að því leyti ekki ótengd hinum eiginlega eignar-
fallsflótta.
Eignarfallsflóttinn sjálfur
Um hinn eiginlega eignarfallsflótta er maður náttúrlega alltaf að
rekast á dæmi. Eitt afskaplega dæmigert fann ég um daginn í Vísi, net-
útgáfu DV og Dags (sem er mikil gullnáma af óviðurkenndu ritmáh