Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 157
Flugur, smágreinar og umrœðuefni 155
°g skaði að hafa hana ekki aðgengilega aftur í tímann eins og Gagna-
safn Morgunblaðsins):
(3) Að stærstum hluta eru þessar aukafjárveitingar ætlaðar til
greiðslu vegna heimsókna heldri manna og kvenna, mann-
fagnaði, landkynningu og fleira skemmtilegt.
Hér er setningargerðin flókin, tveir eignarfallsvaldar (til og vegna)
hvor upp af öðrum, hinn seinni með heila trossu af nafnliðum á eftir
Ser> og inn í hana skýst svo eignarfallseinkunn (heldri manna og
h’enna). Við innskotið slaknar á áhrifum fallvaldsins vegna (hann er
hvort eð er ekki í röð hinna sterkustu), eignarfallið rennur yfir í þol-
fall (ef mannfagnaði er þf.ft. frekar en þgf.et.), kannski frekar þf. en
þgf. af því að það flökti fyrir höfundi hvemig sögnin greiða stýrir falli,
°g sambeygingin fleiru skemmtilegu er ekki heldur öllum að skapi (þó
að þágufallsmyndin fleiru sé ekki til vandræða ein sér).
Næsta dæmi kemur af vefsíðu, úr allvönduðum texta:
(4) Með endurnýtingu hjólbarða sem efni eða orku ...
Hér verður að skilja hjólbarða sem eignarfall, og ættu bæði efnið og
°rkan að sambeygjast þeim, en gera það bara ekki, kannski í og með
Vegna þess að þolfallið, sem sögnin endurnýta myndi stýra, tmfli höf-
Undinn, og það því fremur sem myndin hjólbarða er samhljóða þol-
f^llinu og minnir þannig ekki á að nafnorðið endurnýting stýri öðm
falli en sögnin.
Eftirtalin dæmi reif ég út úr Morgunblaðinu um árið, skömmu eft-
lr að grein Ástu birtist, öll að því leyti hliðstæð dæmi (4) að eignar-
fallsvaldur stýrir raunar eignarfalli (skáletrað í dæmunum), svo koma
hðir sem ættu að vera hliðstæðir, en þar er eignarfallið flúið (feitletr-
að):
(5) a. Fólk er farið að vera svo hrætt, að það þorir ekki að heiman
vegna innbrotsþjófa eða húsarottur sem sitja um heimili
fólks og em kannski búnir að hirða allt bitastætt í innbúinu
þegar fólkið kemur heim. (Aðsend grein.)
b. Það er sennilega rétt að kalla þetta meðferðarstofnun eins og
þetta er núna, en réttargeðdeild nær til fleiri þátta eins og til
dæmis rannsókn sakamanna fyrir dómstóla til að komast að