Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 159
157
Flugur, smágreinar og umræðuefni
Eðlilegur eða reglubundinn flótti?
E>æmi (5c-d), þar sem eignarfallið flýr frá nafnorðum, orka á mig sem
rakið klúður. Það er ekki eins augljóst um síðustu Morgunblaðsdæmin
(6a—b) þar sem lýsingarhættir eiga í hlut:
(6)a. I erindi sínu til Samkeppnisstofnunar bendir lögmaður Póst-
dreifingar á, að einkaleyfi Pósts og síma taki ekki til ýmissa
tegunda póstsendinga, t.d. opinna sendinga stíluðum á nafn
og lokaðra sendinga sem ekki eru stílaðar á nafn. (Frétt,
byggð á aðsendum texta.)
b. Togaramir sóttu þangað, eftir að fréttir bámst af veiðum
skipa, skráðum í Dómíníkanska lýðveldinu, sem veiddu þar
og lönduðu hér á landi. (Aðsend grein.)
Svona kynni ég varla við að komast að orði, en er þó sannfærður um
að margir myndu telja dæmi (6a-b) fullkomlega eðlileg og alls ekki
kunna við að sjá lýsingarhættina í eignarfalli (eins og þeir „ættu“ að
Vera)- Svona skrifa reyndir og vandaðir höfundar, það fer í gegn hjá
otulum prófarkalesurum, og ég efast um að það sé neitt nýmæli eða al-
§eugara hjá yngri höfundum en hinum eldri. Ég bæti við tveimur ný-
'e8um dæmum þar sem rosknir og reyndir höfundar eiga í hlut:
(7)a. ... bók ... í höndumprests ættuðum frá Miklabæ ...
b. í ljósi siðfrœðilegra vandamála tengdum lögum um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði ...
(íþróttafréttum útvarps tók ég löngum eftir því að landsliðið skipað
e,kmönnum svo og svo gömlum verður í eignarfalli landsliðs ... skip-
■ ■. frekar en skipaðs. Að þessu orðasambandi gætti ég nýlega í
'uta af Gagnasafni Morgunblaðsins. Það fannst 213 sinnum í nf. eða
Pb’ 22 sinnum í þgf. (skipuðu leikmönnum) og aðeins einu sinni í ef.:
1 Eðvaldsson kynntur sem landsliðsþjálfari landsliðs íslands skip-
s leikmönnum 21 árs og yngri. Af hlutföllunum er ljóst að frétta-
•Uenn (a. m. k. íþróttafréttamenn) forðast þetta eignarfall, enda verður
0 Játa að það hljómar ómjúklega. Meðal þágufallsdæmanna er hið
uýjasta líka um Atla Eðvaldsson sem nú er sagður
(^) þjálfari unglingalandsliðsins skipuðu leikmönnum yngri en
21 árs.