Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 164
162
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
ir að rekja til Irlands og Suðureyja; forfeðrum vorum hefur einnig ver-
ið ljóst að aðrar annarlegar tungur gengu um Vesturlönd. Ég tel engan
vafa leika á því að orðin írar, írland og írskr séu komin úr ensku í nor-
rænu fyrir Islands byggð, enda skal þess getið að ensku fyrirmyndim-
ar voru komnar á bókfell þegar á 9. öld: íras, íraland, irisc. Engilsax-
ar fengu þessi tökuorð úr írsku milliliðalaust.
Stofninn ír- er sambærilegur við nafnið Ériu, hið foma heiti Ir-
lands, sem nú heitir Éire. Hins er þó rétt að minnast að kvenkynsorð-
ið íriu á fomírsku merkti ‘land, jörð’, og vitaskuld er hér um að ræða
tvímyndir af sama nafninu. Ekki verður staðhæft hvenær norrænir
menn fengu fyrst tökuorðin Irar, Irland og írska, en hiklaust má ætla
að það hafi verið fyrir víkingaöld: þessi orð vom hluti af þeirri nor-
rænu tungu sem Ingólfur Arnarson og eftirverar hans fluttu með sér til
Islands og em því eldri í móðurmáli voru en írsku tökuorðin sem bár-
ust hingað milliliðalaust á landnámsöld.2 Ásgeir Blöndal Magnússon
(1989) virðist þó gera ráð fyrir að þjóðarheitið írar sé tökuorð komið
hingað beint úr írsku:
íri k ‘maður í eða frá írlandi’, dregur nafn af landinu sem heitir á fír.
Ériu (ef. Érenri), sbr. kymbr. Iwerddon. Uppruni óviss. E.t.v. < *epi-
veriö ‘ey, haugur’ e.þ.h., af ie. rót *uer- ‘girða, verja’, sbr. verja (4).
Norðmenn og Danir vom ekki einir um að þiggja orð sem merktu
‘írsku’, ‘íra’ og ‘írland’ úr ensku; sama máli gegnir um Frakka, Þjóð-
verja og aðrar þjóðir á meginlandi Evrópu. Ýmis ömefni hérlendis eru
kennd við íra, svo sem írá, íraheiði, írafell, írland (Snæf.), írlönd
(Barð.), íralækur.
Þótt Irar notuðu rótina ér- til að mynda heiti landsins Ériu, þá beittu
þeir öðmm stofni í nöfnum þjóðar sinnar og tungu. Goídil (ft.) merkti
‘íra, írska þjóð’ og Goídelg ‘írska tungu’. Þaðan eru komin nútíma-
nöfnin Gaoidhealg ‘írska’ og Gáidhlig ‘þær írsku mállýskur sem
ganga í Skotlandi’. Hér er um að ræða sama orðið og síðara liðinn t
2 Astæða er til að gera greinarmun á tveim kvíslum norrænnar tungu sem runnu
hér saman og mynduðu móðurmál vort. Meginfljótið kom austan úr Noregi en smá-
sytra spratt upp í landsuðri og barst hingað með landnemum frá írlandi og Suðureyj'
um. Helstu frábrigði hinnar vestrænu kvíslar voru keltnesk tökuorð, sem munu yfk'
leitt vera eldri í tungunni en íslands byggð.